Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2007, Blaðsíða 141

Frjáls verslun - 01.05.2007, Blaðsíða 141
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 7 141 ár séu liðin frá útkomu bókarinnar er hún enn á lista yfir vinsælar bækur og um hana má finna athyglisverðar og lærdómsríkar umsagnir á amazon.com. Bókin fjallar um innri frumkvöðla og hlutverk þeirra í þróun og árangri stórfyrirtækja. Bókin byggir á fimm ára rannsóknarverkefni Kanters sem náði til meira en 100 fyrirtækja í Bandaríkjunum. Af þessum fjölda voru 40 fyrirtæki heimsótt og 10 fyrirtæki voru skoðuð ofan í kjölinn. Eitt af því sem dregið er fram í bókinni og jafnan vekur áhuga er listi yfir það sem einkum kemur í veg fyrir nýsköpun og þróun í fyrirtækjum. Áhuginn er ekki síst tilkominn vegna þess að þessir punktar eiga enn í dag fullt erindi til stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja. Punktarnir eru settir fram af Kanter eins og þeir séu reglurnar sem stjórnendur fyrirtækja hafi hangandi uppi á vegg hjá sér og fari eftir: Listi yfir það sem kemur í veg fyrir nýsköpun 1) Hafðu varann á þegar hugmynd kemur frá starfsfólki – bæði vegna þess að hugmyndin er ný og vegna þess að hún kemur neðan úr fyrirtækinu. 2) Gerðu kröfu til þess að starfsfólk sem þarf á þínu samþykki að halda til að gera tiltekinn hlut, leiti jafnframt til annarra stjórnenda um þeirra samþykki. 3) Farðu þess á leit við deildir og einstaklinga að þeir rýni í verk hver annars (það kemur í veg fyrir að þú þurfir að taka ákvörðun þar sem þú velur þá hugmynd sem verður ofan á). 4) Vertu gagnrýninn á það sem starfsmenn gera og slepptu því að hrósa þeim (það heldur starfsmönnum á tánum). Láttu þá jafnframt vita að þeir geti misst vinnuna hvenær sem er. 5) Farðu með ábendingar um vandamál sem vísbendingu um veikleika, til að draga úr því að starfsfólk verði of upptekið af því að láta vita af því þegar hlutirnir eru ekki í lagi. 6) Hafðu góða stjórn á hlutunum. Sjáðu til þess að allt sem mælanlegt er verði mælt og það oft. 7) Taktu ákvarðanir um breytingar og endurskipulagningu hratt og án vitundar starfsmanna fyrirfram (það heldur starfs- fólkinu á tánum). 8) Sjáðu til þess að allar óskir um upplýsingar frá stjórn- endum séu vel rökstuddar, jafnframt að upplýsingum sé ekki miðlað nema þegar nauðsyn ber til (enda mega þær ekki falla í rangar hendur). 9) Fáðu undirmönnum þínum þau verkefni, í takti við hugmyndir um þátttöku og valddreifingu, sem miða að því að hag- ræða í rekstrinum, fækka fólki og færa til starfsmenn. Einnig að fá aðra til að framkvæma erfiðar ákvarðanir sem þú hefur tekið og umfram allt gera það hratt. 10) Að lokum, aldrei gleyma því, að þú og aðrir stjórnendur hafið þegar þekkingu á öllu sem einhverju máli skiptir í tengslum við fyrirtækið. Þetta eru ekki boðorð Kanters sem ýta undir frumkvæði og forystu í innra starfi fyrirtækja. Þetta eru hins vegar boðorð sem virðast liggja til grundvallar hjá mörgum stjórnandanum og sem þá geta skýrt hvers vegna fyrirtæki ná ekki árangri. Framlag Rosabeths Moss Kanters bendir þvert á móti á leiðir og starfshætti sem vinna á svona stjórnunarháttum. Í verkum Kanters er að finna lyklana að öðrum og árangursríkari starfsháttum. Nánari upplýsingar um Rosabeth Moss Kanter er að finna á slóðinni: http://dor.hbs.edu/fi_redirect.jhtml?facInfo=bio&facEmld=rkanter og á vefsetrinu www.goodmeasure.com. Edith T. Penrose Auðlindasýn á starfsemi fyrirtækja. Það sem ræður valinu á Edith T. Penrose í þann hóp kenninga- drottninga sem hér er fjallað um er ekki hversu vinsæl hún var eða á hvaða listum nafn hennar er að finna. Ástæðan er sú staðreynd að helsta verk hennar, „The Theory of the Growth of the Firm“, sem kom út árið 1959, hefur reynst brautryðjandaverk og það hefur verið grundvöllur rannsókna, fræðimennsku og kenninga á síðustu áratugum sem falla undir svonefnda auðlindasýn á starfsemi fyrirtækja. Edith T. Penrose (1914-1996) var fædd í Los Angeles í Kaliforníu. Hún lauk BA-prófi í hagfræði frá Berkeley háskóla árið 1936 og meistara- og doktorsgráðu frá John Hopkins háskóla árið 1951. Leiðbeinandi hennar var hinn þekkti prófessor Fritz Machlup. Að loknu náminu bauð hann Edith að gerast þátttakandi í rannsóknarverkefni um vöxt og við- gang fyrirtækja, þ.e. „the growth of firms“. Ritferill Edith Penrose er í sjálfu sér ekki mjög umfangsmikill. Fyrsta ritverkið hennar kom út 1940, „Food Control in Great Britain“. Það var gefið út af Alþjóða- vinnumálastofnuninni, þar sem hún starfaði um tíma. Ritferillinn hófst þó ekki fyrir alvöru fyrr en hún og mað- urinn hennar E.F. Penrose, sem var fræðimaður, komu til Johns Hopkins háskólans. Í tengslum við nám sitt og rannsóknir skrifaði hún fyrst bókina „The Economics of the International Patent System“ (1951). Einnig tvær greinar í American Economic Review: „Biological Analogies in the Theory of the Firm“ (1952) og „Research on the Business Firm: Limits to Growth and Size of firms“ (1955). Síðan gaf hún S T J Ó R N U N Ritverkið „The Theory of Growth of the Firm: The Legacy of Edith Penrose“ er áhugaverð lesning. Framlag Edith T. Penrose til þekkingar á fyrirtækjum og innviðum þeirra hefur á margan hátt endurgert og þróað fyrirliggjandi kenningar hagfræðinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.