Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2007, Blaðsíða 221

Frjáls verslun - 01.05.2007, Blaðsíða 221
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 7 221 Ritlistin er elsta virka listgreinin á Íslandi. Ekki er vitað hverjir skrifuðu margar Íslendingasögurnar og þar af leiðandi veit eng-inn hvort einhverjar þeirra voru skrifaðar af konum en almennt er ekki talið líklegt að svo hafi verið. Kvenkyns brautryðjendur í ritlist koma þó mun fyrr fram en systur þeirra í öðrum listgreinum sem má líkast til rekja til þeirrar rithefðar sem var við lýði hérlendis. Fyrsta íslenska skáldkonan sem fékk birt ljóð á prenti, í Fjölni árið 1836, var Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum, en fyrsti íslenski rit- höfundurinn sem hafði lifibrauð sitt af ritstörfum eingöngu var Torf- hildur Hólm sem fæddist árið 1845 og skrifaði skáldsögur, smásögur og barnabækur auk þess að standa í umfangsmikilli tímaritaútgáfu á þeirra tíma mælikvarða. Einnig er vert að minnast á Huldu (Unni Benediktsdóttur) sem var þekktust fyrir þulur sínar þar sem hún end- urvakti gamla bragarhætti en þekktast verka hennar er þó sennilega sigurljóðið úr samkeppni um lýðveldisljóð árið 1944 en þriðji kafli þess hefst á þessum línum: „Hver á sér fegra föðurland?“ en sigrinum deildi hún með Jóhannesi úr Kötlum. Árið 1930 fæddust hins vegar þær þrjár konur sem hvað mest áhrif höfðu á ritlist tuttugustu aldarinnar og gætir áhrifa þeirra á skáldskapinn enn þann dag í dag. Þetta eru þær Vilborg Dagbjartsdóttir, Svava Jak- obsdóttir og Ásta Sigurðar- dóttir. (Þess má geta að sama ár fæddist líka Vigdís Finn- bogadóttir svo að 1930 er mikið merkisár í menning- arsögu kvenna). Vilborg Dagbjartsdóttir er sú eina þessara kvenna sem er enn á lífi en hún var meðal fyrstu kvenna til að yrkja atómljóð og þótti yrkja á máli sem almenningur skildi. Fyrsta ljóðabók hennar, Laufið á trjánum, kom út árið 1960. Vilborg var barnakennari allan sinn starfsaldur og skrifaði fjölmargar barnabækur en þeirra þekktust er sennilega frumraun hennar, Alli Nalli og tunglið. Ljóð Vilborgar gáfu á vissan hátt tóninn í því sem koma skyldi í skáldskap kvenna, einfalt, tilgerðarlaust mál, ljóðrænn stíll, og sjón- arhornið frá börnum og konum. Nýjasta ljóðabók Vilborgar, Fiskar hafa enga rödd, kom út árið 2004. Svava Jakobsdóttir var brautryðjandi bæði í smásagnagerð og leikritaskrifum kvenna en þó ekki hvað síst að því leyti að hún leyfði sér að brjóta upp form og hefðir í ritlist einfaldlega vegna þess að henni fannst hún ekki hafa neitt að segja á því skáldskapartungumáli sem karlar skrifuðu á. Fyrsta smásagnasafn hennar, 12 konur, kom út árið 1965 en það var þó aðallega í næstu bók, smásagnasafninu Veisla undir grjótvegg, sem þetta annað tungumál og furðuleikinn náðu yfirhöndinni. Þar má til dæmis finna smásöguna Saga handa börnum þar sem móðir fórnar sér svo alger- lega fyrir börnin sín að þau fá bæði að höggva af henni tána og skoða í henni heil- ann sem svo er settur upp á hillu til skrauts í stofunni, enda hafði konan í sjálfu sér ekki mikið við hann að gera. Svava skrifaði einnig skáldsögur eins og til dæmis Gunnlaðarsögu árið 1987 og leikrit, en þekktast þeirra er líkast til Lokaæfing sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1983. Síðasta bók Svövu var smásagnasafnið Undir eldfjallinu sem kom út árið 1989 en hún lést árið 2004. Svava hefur haft margvísleg áhrif á verk annarra rithöf- unda. Ásta Sigurðardóttir skrifaði smásögur um reynslu sína af því sem í dag kallast „undirheimar Reykjavíkur.“ Ásta var myndlistarkona, rithöfundur og þýðandi og sögur hennar fjölluðu um lífsþyrsta en auðtrúa stúlku sem reynir að fóta sig í sollinum í Reykjavík. Ásta var í augum margra táknmynd bóhemalífs borgarinnar á sjötta og sjöunda áratugnum, glæsikona með eld í augum og ósigrandi sorg í hjartanu. Smásagnasafn hennar, Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns, kom út árið 1961 en hún lést árið 1971 eftir langvarandi baráttu við áfengis- sýki. Áhrifa hennar gætir glöggt í sögum eftir skáldkonur eins og Diddu og Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Auk þessara þriggja frumkvöðla má ekki láta hjá líða að minnast á Fríðu Á. Sigurðardóttur sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrst íslenskra kvenna árið 1992 fyrir bókina „Meðan nóttin líður“ og einn ástsælasta rithöfund landsins fyrr og síðar, Guðrúnu Helgadóttur, sem hlaut norrænu barnabókaverð- launin sama ár fyrir bókina „Undir illgresinu“. Það er erfitt að hemja sig þegar telja á upp skáldkonur sem hafa haft áhrif á Íslandi og margar fleiri hefði eflaust mátt nefna. Heimildir: Íslensk bókmenntasaga III. og V. bindi, Mál og menning 1996 og 2006. Þakkir fær dr. Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Ritlist Svava Jakobsdóttir. Vilborg Dagbjartsdóttir. Ásta Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.