Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2007, Síða 227

Frjáls verslun - 01.05.2007, Síða 227
KVIKMYNDIR 1408 Stephen King er konungur hryllings- bókmenntanna og fjölmargar sögur hans hafa verið kvikmyndaðar. Nýjasta kvikmyndin er 1408 og er hún gerð eftir samnefndri smásögu. Aðalpersónan er rithöfundurinn Mike Enslin, sem samið hefur tvær metsölubækur sem byggja á dular- fullum og óútskýrðum atburðum. Enslin er þegar myndin hefst að tékka sig inn á herbergi 1408 á hóteli í New York til að vinna að næstu bók sinni. Sögur ganga um að reimt sé í þessu hótelherbergi. Hann hefur varnaðarorð hóteleig- andans að engu en kemst um síðir að því að enginn sem hefur verið í 1408 tékkar út á hádegi daginn eftir. Í aðalhlutverkum eru John Cusack og Samuel L. Jackson. Leikstjóri er Svíinn Mikael Håfström (Derailed). Hvað varðar framtíðina og sögur Stephens Kings þá er Frank Darabont (The Shawshank Redemption) að leggja síðustu hönd á The Mist og verður hún frumsýnd í nóvember, George A. Romero er að undirbúa From a Buic 8 og Eli Roth hefur tilkynnt að næsta kvikmynd hans verði Cell. Skordýr William Friedkin hefur átt misjöfnu gengi að fagna. Hann byrjaði með miklum glæsibrag, leikstýrði The French Connection (1971) og The Exorcist (1973), en hefur aldrei náð sömu hæðum aftur þó að hann eigi ágætar myndir inn á milli slakra. Nýjasta kvikmynd hans, Bug, hefur fengið prýðisdóma gagnrýnenda. Um er að ræða ógnvænlegan trylli þar sem farið er með áhorfandann á ystu nöf. Fjallar myndin um Peter (Michael Shannon) sem er með ofsóknarbrjálæði og sér skordýr í hverju horni og telur að skordýr- unum sé beint gegn honum. Þegar hann hittir fyrir Agnesi (Ashley Judd) sem heldur er ekki sterk á geðsmunum er voðinn vís og hann dregur hana inn í sinn brjálæðis- heim þar sem skordýr eru meira en skordýr. Bug er gerð eftir sam- nefndu leikriti eftir Tracy Letts sem sýnt hefur verið við góða aðsókn í Chicago og New York og skrifaði leikskáldið kvikmyndahandritið. Lengi lifir í gömlum glæðum Sidney Lumet, sem búinn er að fá heiðursóskarinn og er kominn á þann aldur að hann ætti að vera sestur í helgan stein og njóta þess að vera virtur af kollegum og öllum kvikmyndaunnendum, orðinn 83 ára gamall, er samt enn að og hefur nýlokið við Before The Devil Knows You’re Dead, sem verður frumsýnd síðar á árinu. Myndin fjallar um tvo bræður sem skipuleggja rán í skart- gripaverslun sem faðir þeirra á. Allt fer á versta veg í ráninu sem átti að vera einfalt og án ofbeldis. Sem fyrr á Lumet ekki í erfiðleikum með að fá bestu leikarana til að starfa fyrir sig. Í hlutverkum bræðranna eru Philip Saymour Hoffman og Ethan Hawke, föðurinn leikur Albert Finney og eiginkonu annars bróð- urins leikur Marisa Tomei. Before The Devil Knows You’re Dead er gerð eftir skáldsögu Kelly Mastersons og skrifar hún kvikmyndahand- ritið ásamt Lumet. Myndin verður væntanlega ekki síðasta kvikmynd Lumets þar sem þegar hefur verið tilkynnt að á næsta ári muni hann leikstýra kvikmynd sem nefnist Duets. Þá verða 60 ár liðin frá því hann hóf störf sem leikstjóri, stjórn- aði þá leikritum sem sýnd voru í beinni útsendingu í sjónvarpinu. BÍÓMOLAR Angelina Jolie hefur fengið lof fyrir túlkun sína á Mariane Pearl. sem fjallar um tvo afganska flóttamenn sem reyna að komast til Bretlands í gegnum Indland, og Welcome To Sarajevo (1997) sem fjallar um sjónvarpsfréttamenn á vígstöðvunum í borgarastyrjöldinni í Bosníu og Serbíu. Viðfangsefni Winterbottoms eru þegar á heildina er litið fjölbreytt. Hann fer eigin leiðir og hefur oftar en ekki hneykslað landa sína, ekki síst með 9 songs (2004), sem margir sögðu vera hreina og klára klámmynd. Þekktustu kvikmyndir Michaels Winterbottoms, auk fyrrnefndra mynda, eru Jude (1996), With or Without You (1999), 24 Hour People (2002) og The Cock and The Bull Story (2005). Michael Winterbottom er afkastamikill leikstjóri og dæmi um vinnusemi hans er að finna í skáld- sögunni Decent, sem fyrrum sambýliskona hans, Sabrine Broadbent, skrifaði. Fjallar sagan um hjón sem aldrei eru saman vegna þess að eiginmaðurinn er kvikmyndaleikstjóri sem alltaf er að láta sig hverfa að heiman vegna áhugaverðra viðfangsefna. Auk þess að fylgja A Mighty Heart eftir er Winter- bottom með tvær kvikmyndir í takinu. Önnur nefnist Genova og er draugasaga um tvær bandarískar stúlkur, sem flytja til Ítalíu ásamt breskum föður sínum þegar móðir þeirra deyr, og Murder in Samarkand sem byggð er á minningum fyrrum sendiherra Breta í Uzbekistan. Um þessar mundir er verið að frumsýna A Mighty Heart í Bandaríkjunum en ekki er gert ráð fyrir að hún verði sýnd í Evrópu fyrr en í september. Ashley Judd í hlut- verki Agnesar í Bug.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.