Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2007, Síða 219

Frjáls verslun - 01.05.2007, Síða 219
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 7 219 Myndlist Íslenskar myndlistarkonur á tuttugustu öld áttu flestar sína starfsævi í útlöndum þar sem er líklegra að verk þeirra hafi fengið meiri hljómgrunn og tæki- færin frekar boðist til að helga sig listinni. Myndlistin er aukinheldur ekki bundin tungumáli ólíkt til dæmis leiklist og ritlist svo það gaf myndlistarkonum einnig tækifæri sem systur þeirra í þeim listgreinum höfðu síður. Fyrstar íslenskra kvenna til að gera myndlistina að lífsstarfi voru Júlíana Sveinsdóttir (1889-1966) og Kristín Jónsdóttir (1888-1959), einnig verður að nefna Nínurnar tvær, Sæmundsson og Tryggvadóttur og svo að sjálfsögðu þær sem hér fylgja á eftir. Louisa Matthíasdóttir er sennilega þekktust íslenskra myndlistarkvenna á erlendri grund. Hún fæddist í Reykjavík árið 1917 og sýndi listræna hæfi- leika strax á unga aldri. Hún lærði fyrst auglýsinga- teiknun og skreytilist í Danmörku sautján ára gömul og málaralist í einkaskóla í París. Árið 1942 fluttist hún til Bandaríkjanna og bjó þar síðan. Fyrsta einkasýning Louisu var í Jane Street-sýningarsalnum í New York og þótti þá sýna hneigð til expressíónisma. Frá 1960 og til dauðadags málaði hún þó einfaldar og litsterkar myndir og fyrir þær er hún hvað þekktust. Louisa var íslenskur ríkisborgari allt sitt líf og sótti efnivið verka sinna iðulega til heimalandsins sem og sérkennilega birtuna. Hún málaði einnig sjálfsmyndir og kyrralífs- myndir. Louisa hlaut fjölda viðurkenninga fyrir list sína og verk hennar má finna á mörgum listasöfnum, meðal annars í Washington og Listasafni Reykjavíkur. Hún lést í New York árið 2000. Gerður Helgadóttir var einn af merk- ustu myndlistarmönnum þjóðarinnar á 20. öld. Hún fæddist árið 1928 og stund- aði myndlistarnám í Reykjavík, Flórens og París en í Frakklandi bjó hún og starf- aði mestan hluta starfsævi sinnar. Nína Sæmundsson og Gerður Helgadóttir voru fyrstu íslensku konurnar í myndhöggv- arastétt, sem unnu einvörðungu og höfðu viðurværi af list sinni. Með verkum úr hárfínum járnvírum sem voru á fyrstu sýningu Gerðar í Reykjavík 1952 markaði hún sér stað sem brautryðjandi í þrívíðri abstrakthöggmyndalist á Íslandi en skömmu seinna sneri hún sér að fínlegri verkum úr bronsi sem gerbreyttu listsköpun hennar. Um og upp úr 1970 sneri hún sér að þyngri verkum úr gifsi, leir og steinsteypu þar sem kringlótt form og vísanir í hreyfingu voru áber- andi. Gerðar verður líklega helst minnst á Íslandi fyrir kirkjugluggana sína. Hún vann til verðlauna árið 1958 fyrir sitt fyrsta verkefni á því sviði, glugga sem enn prýða Skálholtskirkju. Gluggar hennar prýða sex aðrar íslenskar kirkjur, meðal þeirra Kópavogskirkju, og einnig kirkjur í Þýskalandi og Frakklandi. Þá má ekki gleyma mósaíkverkum Gerðar sem má sjá víða í opinberum byggingum á Íslandi, þekktast þeirra er eflaust 140 fermetra verk á húsvegg Tollstöðvarinnar í Reykjavík sem var afhjúpað árið 1973, tveimur árum fyrir andlát Gerðar. Gerðarsafn í Kópavogi er byggt í minningu Kópavogsbúans Gerðar Helgadóttur og þar má finna yfir 2.500 verka listakonunnar. Kópavogskonur virðast hafa óvenjunæmt auga fyrir formi. Högna Sigurðardóttir-Anspach fæddist í Kópa- vogi árið 1929 og er fyrsta íslenska konan til að læra byggingalist og hefur hún unnið til fjölda viðurkenn- inga á því sviði víða um heim. Eins og Gerður bjó hún og starfaði í Frakklandi lengi vel en er nú búsett hérlendis. Sundlaug Kópavogs er eina opinbera byggingin sem Högna hefur hannað á Íslandi en auk hennar standa hér nokkur einbýlishús eftir hana og meðal þeirra eitt í Garðabæ sem skartar hlaðinni, vallgróinni hleðslu í minningu gamla íslenska torfbæjarins og fellur svo fallega saman við umhverfið og felur sig í grasinu að það var valið eitt af 500 merkustu byggingum 20. aldar í heiminum. Húsið var byggt 1965-1968 og er enn jafn frumlegt og fallegt og í fyrstu. Högna er meðlimur í Akademíu franskra arkitekta en henni tilheyra aðeins hundrað félagar og er Högna eini útlendingurinn. Heimildir: www.Louisamatthiasdottir.com, www.art-iceland.com og gagnasafn Morgunblaðsins. Þakkir fær Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur og forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands. Louisa Matthíasdóttir. Högna Sigurðardóttir – Anspach.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.