Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2007, Blaðsíða 220

Frjáls verslun - 01.05.2007, Blaðsíða 220
220 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 7 Íslensk leiklistarsaga er mikil karlasaga eins og saga flestra annarra listgreina hérlendis en það er hins vegar einkenni leikhússins, umfram flestar aðrar listir, að það byggir á samvinnu og konur taka vita- skuld engu síðri þátt í þeirri samvinnu en karlar. Stefanía Guðmundsdóttir fæddist árið 1877 og var í senn fremsta leikkona Íslands um sína daga og einn helsti burðarás Leikfélags Reykjavíkur. Í vitund samtíðarinnar var hún ekki aðeins skærasta leikstjarna sviðsins í Iðnó heldur mesti fagmaður leikhússins og má hiklaust telja hana brautryðjanda faglegra vinnu- bragða meðal sinnar kynslóðar. En hún vísaði einnig veginn í ýmsum öðrum efnum, t.d. reyndi hún að efla hér vísi að listdansi, stóð fyrir fyrstu barnasýningunni, fór í miklar leikferðir bæði innanlands og til Vest- urheims, og veitti ungum leikurum tilsögn. Þáttur hennar í endurreisn L.R. árið 1922, er sérstaklega mikilvægur í leikhússögulegu tilliti því að þá var félagið í raun og veru að lognast út af og hefði það gert það er ekki víst að Alþingi hefði séð ástæðu til að setja lög um byggingu Þjóðleikhúss árið eftir og þá gæti leiklistarsagan verið öll önnur í dag en hún er nú. Sama ár og Þjóðleikhúslögin voru samþykkt stóð Stefanía Guðmundsdóttir í síðasta skipti á sviði. Heilsu hennar fór nú hrakandi og næstu ár stríddi hún við veikindi og lést aðeins fjörutíu og níu ára gömul. Börn Stefaníu tóku seinna upp eftirnafnið Borg og áttu eftir að setja mark sitt á leikhúsið næstu áratugi. Dætur hennar, Emilía og Þóra, léku mikið með L.R. en Anna hélt hins vegar til náms í Danmörku og komst í fremstu röð danskra leikkvenna. Hún og maður hennar stofnuðu minning- arsjóð um Stefaníu sem hefur veitt fjölmörgum ungum leikurum styrki til námsferða erlendis og þannig setur Stefanía Guðmundsdóttir enn mark sitt á íslenska leikhússögu. Guðrún Indriðadóttir var einnig merk listakona og samtíðarkona Stefaníu. Hún var frægust fyrir túlkun sína á Höllu í Fjalla-Eyvindi, sem hún lék m.a. í Íslendingabyggðum í Vesturheimi árið 1913, það var fyrsta ferð íslensks leikara og leikhúslistamanns út fyrir landsteina gagngert til að sýna list sína. Hún samdi einnig dans í Nýársnóttinni árið 1907 sem mun fyrsti dans saminn fyrir íslenska leiksýningu. Júlíana Jónsdóttir, (1838-1917) var vinnukona á Breiðafirði og bjó um skeið í Stykkishólmi áður en hún fluttist vestur um haf. Júlíana er fyrsta íslenska konan sem gefur út frumorta ljóðabók, en hún er einnig, eftir því sem best er vitað, fyrst Íslendinga til að semja leikrit upp úr Íslendingasögum; það hét Víg Kjartans Ólafssonar, sorgarleikur í einum þætti og var leikið í Stykkishólmi skömmu fyrir 1880. Fram yfir miðja síðustu öld voru flestir leikstjórar karlkyns. Þó má nefna Soffíu Guðlaugsdóttur leik- konu (1898-1948) sem var ein helsta leikkona sinnar kynslóðar og gerði talsvert að því að leikstýra, m.a. í útvarp, auk þess sem hún vann einnig með áhuga- mönnum úti á landi. Þá rak Soffía skóla eða námskeið í leiklist og var þar á undan t.d. Lárusi Pálssyni sem hóf að reka skóla um 1940. Um 1970 verða kynslóðaskipti í leikhúsinu og þá koma fram margir leikstjórar sem hafa verið atkvæðamiklir síðustu áratugi. Í þessum hópi eru konur áberandi og má nefna Þórhildi Þorleifs- dóttur, Bríeti Héðinsdóttur, Maríu Kristjánsdóttur og Brynju Benediktsdóttur. Sýning Brynju, Inúk, er af mörgum talin ein af merkustu sýningum þessara ára og er fyrsta íslenska leiksýningin sem vekur ótvíræða athygli erlendis. Brynja varð einnig einn helsti leikstjóri Þjóðleikhússins upp úr 1970. Ekki má svo gleyma því að fyrsta konan sem var leik- hússtjóri í atvinnuleikhúsi hérlendis var svo Vigdís Finnbogadóttir sem var leikhússtjóri L.R. frá 1972 til 1980. Heimild: Vefur Leikminjasafnsins, www.leikminjar.is - Þakkir fær Dr. Jón Viðar Jónsson, leikhúsfræðingur og forstöðumaður Leikminjasafns Íslands. Leiklist Stefanía Guðmundsdóttir. Brynja Benediktsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.