Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.05.2009, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN 6 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 Ríkisvæðingin – grátt svæði? GYLFI Magnússon viðskiptaráðherra sagði nýlega á blaðamannafundi, þegar ritið Stjórnarhættir fyrirtækja var kynnt, að líklega væri það sem helst fór úrskeiðis á undanförnum árum að við sættum okkur alltof oft við það að fyrirtæki væru á gráu svæði. „Það var enginn – kannski með örfáum undantekningum sem stoppaði og sagði: „Þetta er óheilbrigt! Þarna er verið að fara mjög á svig við hinar og þessar reglur.“ Við létum þetta svolítið yfir okkur ganga. Og með „við“ á ég við þjóðfélagið,“ sagði Gylfi. GYLFI bætti því við að sér þætti mestu máli skipta að breyta þessu hugarfari og vildi að aðhaldið kæmi frá viðskiptalífinu sjálfu. „Slíkt aðhald felst meðal annars í því að eiga ekki viðskipti við fyrirtæki sem starfi á gráu svæði,“ sagði Gylfi. Hann sagði að þessi hugarfarsbreyting hjá þjóðfélaginu tæki tíma; nokkur ár. ÞAÐ er forvitnilegt að velta þessum gráu svæðum fyrir sér nánar. Hvað er að starfa á gráu svæði? Fólk þarf að vita hvað sé grátt svæði til að geta gert það upp við sig hvort það ætli að skipta við við- komandi fyrirtæki. Fólk kýs yfirleitt með buddunni, kaupir þar sem verðið er lægst eða gæðin mest. HVAÐ er grátt svæði í viðskiptalífinu? Er það eitthvað sem er löglegt en siðlaust? Er það þegar eigendur fyrirtækis skipta um kennitölu, þ.e. setja gamla fyrir- tækið í þrot en virðast komast yfir það aftur með aðstoð kröfuhafa, bankanna, þar sem skuldir hafa verið afskrifaðar? Er það þegar bótasjóði trygginga- félags, sem samanstendur af tjónaskuldum félags og fyrirframgreiddum iðgjöldum, er breytt í áhættusækinn fjárfestingasjóð í stað þess að sjóðurinn ávaxti tjóna- skuldir sínar innan eðlilegra marka til að geta staðið síðar í skilum? Er það þegar stóru hluthafarnir valta yfir litlu hluthafana og fara með fyrirtækin sem sín eigin? Eða þeir láta fyrirtækin t.d. kaupa óarðbær flugfélög á háu yfirverði? Eða láta fyrirtækin ausa fé í forstjóra og stjórnendur undir formerkjum kaupréttarsamninga? Eða þegar bankar lána helstu stjórnendum sínum glæfralega háar fjárhæðir til hlutabréfakaupa án þess að stjórnend- urnir taki í raun áhættu því þeir geta samkvæmt samn- ingum aldrei tapað á viðskiptunum heldur bara grætt? Eða þegar búin eru til sýndarviðskipti til að halda verði hlutabréfa uppi? Eða þegar bankar taka atvinnulífið í sínar hendur og skipta upp fyrirtækjum, selja þau, sam- eina, endurfjármagna, finna nýja eigendur, lána þeim fyrir hlutabréfakaupunum? Ja, það er nú það! GYLFI sagði að skilvirkasta aðhaldið kæmi frá við- skiptalífinu sjálfu með því að eiga ekki viðskipti við fyrirtæki á gráu svæði. En hvað merkir það? Eru það Samtök atvinnulífsins sem eiga að gefa út lista yfir félög á gráu svæði? Er það Viðskiptaráð sem á að gefa út slíkan lista og gagnrýna einkafyrirtæki, þess vegna fyrirtæki sem eru áberandi innan ráðsins? Hvað með Fjármála- eftirlitið sem flestir líta á sem lögguna á svæðinu? Hvað með Samkeppnisstofnun og Samkeppniseftirlitið þar sem Gylfi er öllum hnútum kunnugur? Hvert er þeirra hlutverk við að skilgreina fyrirtæki á gráu svæði? Það má geta þess að það eru Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Kauphöllin sem gefa Stjórnarhætti fyrirtækja út. Engu að síður eru spurningarnar margar þegar kemur að gráum svæðum og fólk virðist eiga að finna það upp hjá sér sjálfu að hætta að skipta við fyrir- tæki vegna þess að það er á gráu svæði. ÞÁ komum við að stóru spurningunni: Er ríkisvæð- ing fyrirtækja á Íslandi grátt svæði? Hvað með gamalt og gróið einkafyrirtæki sem hefur spilað íhaldssaman sóknarleik, farið varlega í sakirnar á lánamarkaði, verið aðgætið í rekstri og alltaf staðið við sitt? Það er augljóst óréttlæti sem felst í því að ríkið, í gegnum bankana, taki yfir keppinauta þessara fyrirtækja vegna þess að þeir hafa farið óvarlega og lent í þroti. Á einni nóttu er keppinaut- urinn gjaldþrota – en ekki horfinn. Ríkið hefur eignast hann og heldur úti rekstrinum áfram sem aldrei fyrr gegn íhaldssama fyrirtækinu sem finnst þetta óréttlátt. EFTIR síðustu skylmingarnar blasir við að bankarnir eru í eigu ríkisins, tryggingafélögin, tvær sjónvarpsstöðvar, símafyrirtækin, fasteignafélög, flugfélag, skipafélag, bíla- sala, bókasala, steypustöð – og þess utan er líf margra smárra og millistórra fyrirtækja undir bönkunum komið. Flest fyrirtæki eru „tæknilega gjaldþrota“ eins og það heitir. En er það grátt svæði þegar keppinauturinn – sem alltaf stendur við sitt – fær ríkið í fangið sem keppinaut? Hvað segir Samkeppniseftirlitið við því? ANNARS var það svo á árum áður að mörgum var svo illa við Samband íslenskra samvinnufélaga og kaupfélögin að það jaðraði við trúarbrögð – menn urðu frekar bensínlausir á Holtavörðuheiði en að fara inn á bensínstöð Sambandsins. Ekki veit ég hvort þeim hefur fundist Sambandið á gráu svæði en þeim var illa við það. Það var skilvirkasta aðhaldið. Það dugði. Jón G. Hauksson Fólk þarf að vita hvað sé grátt svæði til að geta gert það upp við sig hvort það ætli að skipta við viðkomandi fyrirtæki. Fólk kýs yfirleitt með buddunni. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 0 9 – 1 1 3 6 Blue Lagoon Spa Reykjavík Dekraðu við líkama og sál með einstakri spa-meðferð. Blue Lagoon húðvörur, náttúrulegar vörur með „naturceutical“- virkni, eru undirstaða meðferðanna. Þær byggja á Blue Lagoon jarðsjónum og virkum efnum hans, kísil, steinefnum og þörungum. Vísindalegar rann- sóknir sýna fram á virkni þeirra gegn öldrun húðarinnar. www.bluelagoonspa.is Blue Lagoon Spa Álfheimum 74 104 Reykjavík 414 4004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.