Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.05.2009, Blaðsíða 14
14 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 Halldóra Tryggvadóttir er fædd í Smálöndunum í Svíþjóð en íslenska var fyrsta mál hennar. Enn segist hún skilja allt sem sagt er á íslensku en rekur í vörðurnar þegar hún þarf sjálf að leita að íslenskum orðum. Því vill hún heldur tala önnur mál, sænsku eða ensku. „Alltaf þegar ég fer til Íslands rifjast íslenskan upp fyrir mér á einni viku,“ segir Halldóra. „Við móðir mín og tvær systur ætlum til Íslands í sumar og þá kemur málið eins og skot. Við töluðum alltaf íslensku heima.“ Og hún hefur síðustu vikur svarað fjöl- miðlum úr öllum heimshornum um fyrirætl- anir bílasmiðju Koenigsegg varðandi Saab. Bjargar eiginmaður hennar, Christian von Koenigsegg, Saabinum frá glötun? Hefur hann burði til að kaupa eitt af kunnari bílamerkjum heims? Halldóra er ekki aðeins framkvæmdastjórinn hjá Koeningsegg heldur einnig blaðafulltrúi og markaðsstjóri. Ólst upp í Smálöndum Svíþjóðar Heima var fyrst í bænum Växsjö í Smálöndunum. Þangað komu foreldrar hennar frá Akranesi árið 1975. Þetta var á meðan Íslendingar og þá sérstaklega íslenskir iðnaðarmenn sóttu enn til Svíþjóðar. Tryggvi Magnússon faðir hennar er smiður og vinnur enn í þeirri grein en er fluttur til Bandaríkjanna. „Mamma var bara 17 ára þegar þau lögðu út í þetta ævintýri,“ segir Halldóra sem fæddist ári eftir að foreldrarnir settust að í Svíþjóð og síðan komu tvær systur til viðbótar. „Pabbi var og er enn með fyrirtæki sem sérhæfir sig í lagningu trégólfa,“ heldur Halldóra áfram þegar við biðjum hana að segja sögu sína. „Þessi rekstur hans leiddi okkur fjölskylduna til Belgíu, til Brussel, þar sem hann hélt áfram að vinna við gólfin. Ég var 11 ára þegar við fluttum.“ Í Brussel gekk Halldóra í skóla og lauk þar stúdentsprófi við Skandinavíska mennta- skólann. Á síðasta ári þar kom ungur stúd- ent frá Svíþjóð í skólann. Erindi hans var að bæta við sig einu ári í menntaskóla og fá alþjóðlegt stúdentspróf. Enginn herragarður Það var þarna í Skandinavíska mennta- skólanum í Brussel sem þau Christian von Koenigsegg og Halldóra kynntust. Þau fluttu heim til Svíþjóðar að prófum loknum og hafa búið þar síðan. „Já, það eru liðin 18 ár frá því þetta var,“ segir Halldóra. Og við viljum að sjálfsögðu fá að vita hvort hún hafi flutt með aðalsmanninum inn í herragarð með ótal þjónum í skógum Suður-Svíþjóðar. „Nei, nei,“ segir Halldóra og hlær. „Við búum í venjulegu húsi í Ängelholm en það er við sjóinn og útsýnið er frábært. Mér finnst ég búa í paradís en þetta er ekki herragarður.“ Ängelholm er spölkorn norðan Helsingja- borgar á Skáni. Latneska nafnið fyrir Skán er einnig þekkt bílamerki: Scania. Það telst líka til sögulegs fróðleiks að ættin von Koenigsegg er upphaflega prúss- nesk og er fyrst getið á 12. öld. Þá var for- faðirinn sleginn til riddara. Afi Christians bílasmiðs flutti til Svíþjóðar og síðan hefur ein grein ættarinnar búið þar og vörumerki bílsins er af gunnfána ætt- arinnar. En hinir sænsku von Koenigsegg eiga engan herragarð! Bílar á herflugvelli Í Ängelholm eru höfuðstöðvar bílasmiðju Koenigsegg – á herflugvelli sem enn er í notkun. Saab er hins vegar í Trollhättan, nokkru norðar í landinu. Halldóra segir að ekki standi til að sameina fyrirtækin þótt Koenigsegg verði eigandi Saab. Hvort fyr- irtæki um sig mun halda áfram sinni starf- semi. Framleiðslan er gjörólík þótt samstarf geti verið um tæknilegar lausnir. Raunar eru Halldóra mjög vör um sig í yfirlýsingum umáform þeirra hjóna. Opinberlega vill hún aðeins staðfesta að General Motors, eigandi Saab, hafi ákveðið að ganga til samninga við þau um sölu. Hvað svo veit enginn. Bílamiðja Koenigsegg er að því leyti sér- stök að þar eru búnir til um 20 bílar á ári. Og engir tveir bílar eru alveg eins þótt boðið sé upp á nokkrar grunngerðir. Hver bíll er sérhannaður í samvinnu við kaupandann. HALLDÓRA TRYGGVADÓTTIR VON KOENIGSEGG: Að kAupA SAAb verkSmiðjurnAr Hún hitti ungan aðalspilt með uppfinningadellu í erlendri borg. Þau urðu ástfangin, íslenska smiðsdóttirin og aðalsmaðurinn. Nú, 18 árum síðar, er Halldóra Tryggvadóttir von Koenigsegg framkvæmdastjóri undarlegustu bílasmiðju heims og ætlar að kaupa bílasmiðjur Saab í Svíþjóð. TExTI: gísli kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.