Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 29
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 29
smásala
SVAVA JOHANSEN,
eigandi NTC.
Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis verið í kreppunni?
Í hvaða úrbótum er það að vinna?
Lækka rekstrarkostnað, vinna upp framlegðina sem tapaðist á falli
krónunnar með nýjum samningum við erlenda birgja og lækka vöru-
verðið í verslunum til að halda sölutölum.
Hefur eitthvað jákvætt komið út úr niðursveiflunni fyrir þitt fyr-
irtæki?
Já, það hefur myndast sterkari og enn meiri liðsheild, starfsmenn
bera meiri virðingu fyrir að hafa vinnu í dag og eru því enn duglegri
en áður.
Ríkisvæðingin er mikil. Hvað lengi eiga ríki og bankar að reka
einkafyrirtækin sem þau taka yfir?
Selja þau sem fyrst, það er ekki eðlilegt að ríkið sé í samkeppni
við einkafyrirtæki, en auðvitað þarf ríkið að passa upp á að selja
fyrirtækin frá sér á hagstæðum tíma og að salan fari heiðarlega fram –
gagnsæ og hagstæðasta boði tekið hverju sinni,
Hvað viltu sjá að verði gert til að rétta atvinnulífið við?
Ég vil sjá vexti lækka og að farið sé varlega í skattahækkanir, það
þarf innspýtingu fjár frá ríkinu til bankanna svo hægt sé að veita
fyrirtækjum lán sem fyrst og eins vil ég sjá tolla afnumda af fleiri
vöruflokkum en er í dag og frá öllum löndum.
Hvaða heilræði hafa reynst þér best í stjórnun?
Að hafa mjög góða yfirsýn í fyrirtækinu en fara ekki of djúpt í málin.
Framtíðin í sex orðum?
Þú uppskerð það sem þú sáir.
Svava er stjórnarformaður NTC, varaformaður Rekstrarfélags Kringl-
unnar, varaformaður FKA, Félags kvenna í atvinnurekstri, og hún er í Mið-
borgarsamtökunum og í varastjórn Viðskiptaráðs Íslands.
Jóhanna Waagfjörð,
framkvæmdastjóri Haga.
Gerður
Ríkharðsdóttir,
framkvæmdastjóri
sérvörufyrirtækja
Haga.