Frjáls verslun - 01.05.2009, Blaðsíða 27
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 27
MarÍa MarÍusDóTTir,
kaupkona í Drangey og Napoli.
Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis verið í kreppunni?
Í hvaða úrbótum er það að vinna?
Vanda enn betur aðhaldsaðgerðir og finna leiðir til að auka veltu.
Hefur eitthvað jákvætt komið út úr niðursveiflunni fyrir þitt
fyrirtæki?
Það er hverju fyrirtæki gott að endurskoða og gagnrýna rekstr-
arkostnað og spyrja sig þeirrar gullnu spurningar „Til hvers?“ oft
á dag.
Ríkisvæðingin er mikil. Hvað lengi eiga ríki og bankar að
reka einkafyrirtækin sem þau taka yfir?
Þessi staða er umhugsunarverð og afar umdeild af þeim fyrir-
tækjum sem eru að berjast við að halda lífi. 18 mánuðir eiga að
nægja.
Hvað viltu sjá að verði gert til að rétta atvinnulífið við?
Útvega atvinnulífinu fé til framkvæmda á sanngjörnum vöxtum.
Hvaða heilræði hafa reynst þér best í stjórnun?
Sláðu á létta strengi og brostu og þú færð það endurgoldið.
Framtíðin í sex orðum?
Nægjusemi, þolinmæði, hugarró og hófleg bjartsýni.
María situr í stjórn Drangey ehf og Napoli ehf.
MargrÉT krisTMannsDóTTir,
framkvæmdastjóri Pfaff.
Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis verið í kreppunni?
Pfaff hefur sem betur fer aldrei verið rekið í „2007 anda“
þannig að við höfum lagt áherslu á að halda vel utan um
okkar fólk og fá það til að hugsa út fyrir rammann í leit að
tækifærum.
Í hvaða úrbótum er það að vinna?
Skerpa á gildum okkar að vera íhaldssöm en töff, rótgróin og
síung.
Hefur eitthvað jákvætt komið út úr niðursveiflunni fyrir
þitt fyrirtæki?
Fyrirtæki eins og Pfaff sem hafa vaxið jafnt og þétt, verið
rekin af sömu aðilum á sömu kennitölunni eru allt í einu
mikið „in“ þessa dagana – loksins!
Ríkisvæðingin er mikil. Hvað lengi eiga ríki og bankar
að reka einkafyrirtækin sem þau taka yfir?
„Í sem stystan tíma“ væri eðlilegast að segja – en það er
einnig mikil einföldun á miklum vanda því staða þessara fyr-
irtækja er svo misjöfn.
Hvað viltu sjá að verði gert til að rétta atvinnulífið við?
Skapa fyrirtækjum starfhæft umhverfi og gjaldmiðil sem ekki
er haldið lifandi í öndunarvél.
Hvaða heilræði hafa reynst þér best í stjórnun?
Veldu með þér rétta fólkið – gefðu því svigrúm og hvatningu
því þannig þarftu að stjórna sem minnst.
Framtíðin í sex orðum?
Björt og spennandi með mannlegri gildum.
Margrét er formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, situr
í stjórn og framkvæmdastjórn SA – Samtaka atvinnulífsins – og
í stjórn Flugstoða ohf. Þá er hún varamaður í bankaráði Seðla-
banka Íslands.
svava Johansen, eigandi ntC (Sautján).
Jóhanna Waagfjörð, framkvæmdastjóri Haga.
Brynja Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri norvikur.
María Maríusdóttir, eigandi verslunarinnar drangeyjar.
Margrét kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Hildur Petersen, stjórnarmaður í Pfaff og Kaffitári.
steinunn Jónsdóttir, stjórnarmaður í norvik.
iðunn Jónsdóttir, stjórnarmaður í norvik.
gerður ríkharðsdóttir, framkvæmdastjóri
sérvörufyrirtækja Haga.
SMáSala