Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 33
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 33
FJárMálaFyrirtæKi
BJÖrk ÞórarinsDóTTir,
framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs
Nýja Kaupþings.
Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis verið í kreppunni?
Í hvaða úrbótum er það að vinna?
Gagnger endurskoðun á starfsemi bankans hefur átt sér stað. Starfs-
menn og stjórn hafa í sameiningu mótað stefnu og gildi nýs banka
til framtíðar. Starfsemin hefur verið löguð að breyttum aðstæðum,
nýjar verklagsreglur hafa verið smíðaðar, ferlar endurskoðaðir og
umboðsmaður viðskiptavina verið ráðinn, allt með það að leiðarljósi
að tryggja gagnsæi og fagleg vinnubrögð í hvívetna.
Hefur eitthvað jákvætt komið út úr niðursveiflunni fyrir þitt fyr-
irtæki?
Það má færa rök fyrir því að þær fjölmörgu breytingar sem orðið hafa
í ytra umhverfi, sem og innan bankans, hafi skilað sér í uppbyggilegu
en gagnrýnu endurmati á því hvernig sífellt megi gera betur.
Ríkisvæðingin er mikil. Hvað lengi eiga ríki og bankar að reka
einkafyrirtækin sem þau taka yfir?
Yfirtaka banka á skuldsettum fyrirtækjum í vanda er þrautalending.
Þegar fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækis er yfirstaðin og rekstr-
arhæfi fyrirtækis tryggt er mikilvægt að fyrirtækin komist sem fyrst
í eigu fagaðila.
Hvað viltu sjá að verði gert til að rétta atvinnulífið við?
Fyrirtækin hér á landi þurfa stöðugleika, lægri vexti og sterkari
krónu. Eitt mikilvægasta verkefnið nú er að endurheimta lánstraust
Íslands og tryggja aðgang að erlendum fjármálamörkuðum.
Hvaða heilræði hafa reynst þér best í stjórnun?
Hæft starfsfólk er lykilinn að árangri og liðsheildin vinnur sigrana. Þá
er mikilvægt að stjórnandinn sé sjálfum sér samkvæmur.
Framtíðin í sex orðum?
„Svo lengi lærir sem lifir.“
Helga Jónsdóttir,
stjórnarmaður
Nýja Kaupþings.
auður
finnbogadóttir,
stjórnamaður
Nýja Kaupþings.
erna Bjarnadóttir,
stjórnarmaður
Nýja Kaupþings.
Drífa sigfúsdóttir,
stjórnarmaður
Nýja Kaupþings.
Margrét
sveinsdóttir,
framkvæmdastjóri
eignastýringar
Nýja Kaupþings.
guðrún
ragnarsdóttir,
framkvæmdastjóri
Lánasjóðs íslenskra
námsmanna.