Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 92
92 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9
K
y
n
n
in
G
Opni háskólinn vinnur með fjölda öflugra fyr-irtækja og einstaklinga
að því að auka enn á árangur
þeirra með lausnir á sviði inn-
leiðingar stefnu, stjórnunar,
reksturs, þjónustu, leiðtogaþjálf-
unar, nýsköpunar og persónu-
legrar hæfni, auk annarra sviða
sem HR starfar á.
Guðrún Högnadóttir, fram-
kvæmdastjóri Opna háskólans,
segir skólann hafa komið mjög
vel undan vetri:
Fjöldi nýrra fyrirtækja í við-
skipti í vetur
„Um 250 námskeið voru haldin
í FagMennt og StjórnMennt í
vor með um 4750 nemendum
en það er mikil fjölgun frá
2008. Síðan hóf FjarMennt
starfsemi með fjölda nýrra fjar-
námsvalkosta, og veruleg fjölgun
var í umsóknum um nám í
FrumgreinaMennt.
Fjöldi nýrra fyrirtækja kom í
viðskipti í vetur, m.a. í diplóma-
nám „fyrir fólkið í fluginu“ í
samstarfi við Icelandair, rúmlega
200 þátttakendur komu á
vegum Vegagerðarinnar í nám
og viðskiptastjórar Íslandsbanka
sóttu þekkingarsetur á þeirra
sérsviði.
Í haust fara af stað mörg
áhugaverð ný námskeið. Þar
má m.a. nefna Þekkingarbrunn
Stjórnenda - örnámskeið fyrir
stjórnendur í vefnámi, Diplóma-
nám í almannatengslum og
markaðssamskiptum, Diplóma-
nám í markþjálfun, Diplóma-
nám í mannauðsstjórnun, ofl. “
Ábyrgð og árangur stjórnar-
manna – ný námskeið
„Ný námskeið fyrir stjórn-
armenn, „Ábyrgð og árangur
stjórnarmanna“, vakti mikla
athygli og þakklæti og hefur
verið selt sem opið námskeið og
inn í fjölda fyrirtækja. Við föng-
uðum andrúmsloft samfélags-
ins með nýrri námskeiðslínu;
„Áskoranir stjórnenda í erfiðu
árferði“. Um er að ræða tíu
námskeið með mjög viðeigandi
og áríðandi þekkingu.
Fjögur opin „7 venjur til
árangurs“ námskeið hafa verið
haldin í vetur sem leið við afar
góðar undirtektir þátttakenda.
Verkefnið „Tækifæri“ fór af stað
fyrir þá sem eru í atvinnuleit og
fjöldi námskeiða og fyrirlestra
voru haldnir.
Undirritaðir voru samn-
ingar í vetur um stefnumark-
andi samstarf, m.a. við Matís,
ReykjavíkurAkademíuna,
Lýðheilsustöð, Vegagerðina,
Capacent, FranklinCovey, Haf-
rannsóknarstofnun, Fiskistofu,
íslenska sendiráðið í Kína,
MIT, International Institute for
Public Procurement, Demos,
Símey, Háskólasetur Vestfjarða,
UniCon og fleiri.“
Við leggjum metnað okkar
í að auka árangur og lífsgæði
viðskiptavina Opna háskól-
ans í HR með hagnýtum og
áhrifaríkum þekkingarlausnum
og sækjum stöðugt á ný mið í
þágu þjóðar.“
Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna Háskólans í HR.
FÖnGUM AndrÚMSLOFt SAMFÉLAGSinS
Opni háskólinn í Hr
„að auki sóttu
rúmlega 1000
manns námskeið
um Fjármálafærni
á vegum Íslands-
banka og Opna
háskólans í vetur.“