Frjáls verslun - 01.05.2009, Blaðsíða 94
94 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9
Á
nýársdag árið 1998 hittust þrír heimsþekktir
sálfræðingar, þeir Martin Seligman, Mihaly
Csikszentmihalyi og Ray Fowler, á fallegum stað
við gullfallegar sykurhvítar strendur Mexíkós.
Markmiðið með fundinum var að ræða nýja stefnu sálfræð-
innar. Fram að þeim tíma hafði sálfræðin sem fræðigrein
einbeitt sér að öllu því sem angraði sálina: kvíða, þunglyndi,
taugaveiklun, þráhyggju, ofsóknaræði og ranghugmyndum.
Fram að þeim tíma hafði sálfræðin sem fræðigrein
einbeitt sér að öllu því sem angraði sálina: kvíða, þunglyndi,
taugaveiklun, þráhyggju, ofsóknaræði og ranghugmyndum.
Markmið sálfræðinga hafði verið að koma sjúklingum úr
neikvæðu, sjúku ástandi í hlutlaust, eðilegt ástand, eða eins
og Martin Seligman, sálfræðingur við háskólann í Pennsylv-
ania orðar það, „úr mínus fimm í núll“.
Það var Seligman sem átti frumkvæði að fundinum, þá
nýkjörinn formaður bandaríska sálfræðifélagsins, til að ræða
framtíðarsýn sína fyrir sálfræðina. Seligman áttaði sig á því
að sálfræðin væri „hálfbökuð“. „Það var ekki nóg að koma
einstaklingum úr mínus fimm í núll. Við þyrftum að spyrja
okkur hvað fengi þá til að blómstra. Hvernig við kæmumst
úr núlli og í plús fimm.“
Það er viðtekin venja að nýkjörinn formaður bandaríska
sálfræðifélagsins velji þema fyrir kjörtímabil sitt. Seligman
Hvað gerir þig
Hamingjsama(n)?
texti: ingrid kuhlman ● Myndir: ýmsir
Að gefa virðist undirstaða hamingjunnar; að gefa af sér í samskiptum við aðra,
t.d. hrósa, þakka og hvetja. Að nota eigin styrkleika í annarra þágu. Lítil tengsl
sýnast hins vegar á milli nautna og hamingjusams lífs sem er frásagnarvert þar
sem svo margir byggja líf sitt á leitinni að nautnum til að verða hamingjusamir.