Frjáls verslun - 01.05.2009, Blaðsíða 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9
Þórunn Guðmundsdóttir, hrl. LEX
Guðrún Helga Brynleifsdóttir, hrl. Lögfræðistofu Reykjavíkur
og stjórnarformaður Íslenskra orkurannsókna, ISOR.
Kristín Edwald, hrl., LEX.
Dögg Pálsdóttir, hrl. og eigandi DP Lögmanna og DP Fasteigna.
GUÐRÚN HELGA BRYNLEIFSDÓTTIR,
lögfræðingur hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis verið í kreppunni?
Í hvaða úrbótum er það að vinna?
Við höfum orðið að setja okkur inn í ný verkefni, oft á tíðum
erfið verkefni sem endurspegla erfiðleika atvinnulífs og fólksins í
landinu.
Hefur eitthvað jákvætt komið út úr niðursveiflunni fyrir þitt
fyrirtæki?
Við höfum óneitanlega meira að gera við þessar aðstæður en
verðum að vera mjög meðvituð um minnkandi greiðslugetu þeirra
sem til okkar leita.
Ríkisvæðingin er mikil. Hvað lengi eiga ríki og bankar að
reka einkafyrirtækin sem þau taka yfir?
Þar til jafnvægi næst í hagkerfinu. Því miður virðist langt í land.
Hvað viltu sjá að verði gert til að rétta atvinnulífið við?
Lækkun vaxta er lykilatriði ásamt upptöku evru.
Hvaða heilræði hafa reynst þér best í stjórnun?
Heiðarleiki, hófsemi og húmor.
Framtíðin í sex orðum?
Framtíð okkar er undir tiltektinni komin.
Guðrún Helga er stjórnarformaður Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR)
og í stjórn Lögfræðistofu Reykjavíkur.
LÖGFRÆÐI
Sigríður Margrét
Guðmundsdóttir
landnámssetrinu í
Borgarnesi
Björk
Guðmundsdóttir
tónlistarmaður
Tinna
Gunnlaugsdóttir
þjóðleikhússtjóri
Björk Guðmundsdóttir, tónlistarmaður
Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri.
Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, landnámssetrinu í Borgarnesi.
L IStIR