Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.05.2009, Blaðsíða 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 orkuveitur ANNA SKÚLADÓTTIR, framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis verið í kreppunni? Í hvaða úrbótum er það að vinna? Með það að leiðarljósi að standa vörð um störfin, þjónustuna og fyrirtækið var strax gripið til aðgerða til að lækka kostnað með þátt- töku allra starfsmanna, þar með talinn launakostnað. Hefur eitthvað jákvætt komið út úr niðursveiflunni fyrir þitt fyrirtæki? Undanfarin ár hafa einkennst af miklum hraða en nú gefst tími og tækifæri til að styrkja innviði, yfirfara verkferla og stefnuskjöl, sér- stök áhersla er lögð á að styrkja innkaupareglur og birgðastýringu en þar eru sóknarfæri til lækkunar kostnaðar. Allir starfsmenn fyrir- tækisins hafa unnið að því undanfarnar vikur að skilgreina átaks- verkefni til sparnaðar sem koma til framkvæmda síðari hluta ársins og munu stjórnendur fylgjast með árangri einstakra verkefna með reglubundnum hætti. Ríkisvæðingin er mikil. Hvað lengi eiga ríki og bankar að reka einkafyrirtækin sem þau taka yfir? Í eins stuttan tíma og mögulegt er. Hvað viltu sjá að verði gert til að rétta atvinnulífið við? Mikilvægast er að vextir verði lækkaðir niður í sambærilega pró- sentu og okkar viðskiptalönd búa við og að bankakerfið verði að fullu starfhæft, þ.e. að lokið verði við gerð stofnefnahagsreikninga nýju bankanna og samið við kröfuhafa gömlu bankanna. Ég tel einnig nauðsynlegt til að skapa traust á efnahagslífið að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Hvaða heilræði hafa reynst þér best í stjórnun? Það sem hefur reynst mér best í stjórnun er að hafa ávallt að leið- arljósi samvinnu, heiðarleika, sanngirni, bjartsýni og hvatningu í samskiptum við samstarfsfólk og hagsmunaaðila. Framtíðin í sex orðum? Ég vil sjá framtíðina endurspegla þessi gildi; traust, heiðarleika, kær- leika, samvinnu, menntun og rannsóknir. Anna er stjórnarformaður í REYST hf., varamaður í stjórn Farice hf., á sæti í endurskoðunarnefnd Lánasjóðs íslenskra sveitarfélaga ohf. og endurskoðunarnefnd Kreditkorta hf. GUÐRÚN ERLA JÓNSDÓTTIR, forstjóri Orkuveitu Húsavíkur. Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis verið í kreppunni? Í hvaða úrbótum er það að vinna? Draga úr fjarfestingar- og rekstrarkostnaði eins og unnt er en standa vörð um störfin og mannauðinn í fyrirtækinu. Hefur eitthvað jákvætt komið út úr niðursveiflunni fyrir þitt fyrirtæki? Ekki enn en það sem mér kemur til hugar að geti orðið er að andstaða við álversuppbyggingu á Húsavík verði minni. Ríkisvæðingin er mikil. Hversu lengi eiga ríki og bankar að reka einkafyrirtækin sem þau taka yfir? Best væri að ríkið drægi sig út úr þessu sem fyrst eða um leið og eðlilegar aðstæður til sölu skapast. Hvað viltu sjá að verði gert til að rétta atvinnulífið við? Að bankarnir verði fjármagnaðir svo þeir geti starfað eðlilega og að tök náist á hagstærðum; ríkisfjármálum og öðrum hag- stærðum svo að gengið geti styrkst og vextir geti lækkað. Hvaða heilræði hafa reynst þér best í stjórnun? Hófsemi og heiðarleiki. Framtíðin í sex orðum? Lofandi þegar við komumst yfir hjallann. Guðrún Erla situr í stjórn Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf.  Guðrún Erla Jónsdóttir, forstjóri orkuveitu Húsavíkur.  Anna Skúladóttir, fjármálastjóri orkuveitu reykjavíkur. Guðrún S. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri gæðasviðs Actavis Group.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.