Frjáls verslun - 01.05.2009, Blaðsíða 61
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 61
ÁHriFaMEstar
Á NORÐURLÖNDUM
Annika Falkengren er allþokkalega rík kona.
Hún á með manni sínum eina flottustu vill-
una í Stokkhólmi og hefur um 100 milljónir
í árstekjur. En þetta er ekkert samanborið
við auðinn sem hún gætir fyrir aðra. Wallen-
berg-fjölskyldan hefur valið hana til að passa
alla peningana sína.
Ef Svíi er spurður hver sé áhrifamesta
konan í viðskiptum landsins stendur ekki á
svari: Það er Annika Falkengren, bankastjóri
Skandinaviska Enskilda Banken – SEB.
Bankinn er í röð kunnustu fjarmála-
stofnana heims og að baki býr auðurinn
sem Wallenberg-fjölskyldan hefur nurlað
saman á nær 250 árum. SEB-bankinn er
eitt stærsta fyrirtæki Norðurlanda með 20
þúsund starfsmenn og 580 útibú í um 20
löndum.
sæt stelpa með metnað
Wallenberg-erfingjarnir Marcus og Jacob
sitja í stjórn bankans en láta fagmanneskju
um daglegan rekstur. Það er hún Annika,
sem kom til vinnu sem lærlingur í bank-
anum árið 1987, og hefur verið þar æ síðan.
Annika Falkengren hefur klifrað upp
metorðastigann hægt og bítandi og var
komin á toppinn árið 2005. Hún hefur
verið yfirmaður verðbréfadeildar bankans
og yfirmaður fyrirtækjadeildarinnar – og
strákarnir í Wallenberg-fjölskynduni hafa
tröllatrú á henni.
Um leið og Annika nálgaðist toppinn í
SEB-bankanum tók nafn hennar að birtast á
listum yfir áhrifamestu konur í viðskiptum
Svía – og svo á alþjóðlegum listum. Núna
er hún að mati tímaritsins Forbes sjöunda
valdamesta konan í heimsviðskiptunum og
hefur hækkað um fjögur sæti frá því síðast.
Þegar farið er inn á heimasíður bankans
www.seb.se birtist glæsileg kona efst á síðu,
hún snýr sér að þér í bankastjórastólnum og
talar til þín. Við fyrstu sýn gæti fólk haldið
að leikkona hefði verið ráðin til að kynna
bankann en þetta er Annika bankastjóri
sjálf.
barn og banki samtímis
Hún er að vonum umtöluð kona í Svíþjóð.
Hún er 47 ára gömul og Úlfur, maðurinn
hennar, vinnur líka í bankanum. Það varð
að blaðaefni þegar þau hjón keyptu fyrir
tveimur árum glæsivillu sænska fatakóngsins
Stefans Perssons hjá Hennes & Moritz fyrir
jafnvirði 180 milljónir íslenskra.
Þar fluttu þau inn með kornunga dóttur
sína. Annika vakti nefnilega mikla athygli
fyrir að eignast sitt fyrsta barn 43 ára gömul,
rétt í þann mund sem Wallenbergarnir báðu
hana að taka við bankanum árið 2005. Það
er því að vonum að allslags slúðurblaða-
menn og papparassar eru eins og gráir kettir
við hús þeirra hjóna.
Þó er ekki allt til skemmtunar sem
skrifað er um Anniku í blöðin. Eftir að
fjármálakreppan skall á hækkaði hún laun
sín og annarra yfirmanna í bankanum
umtalsvert. Fékk hún þó þokkalega greitt
fyrir vinnu sína áður eða nær 100 milljónir
íslenskra króna á ári. Þetta sætti harðri gagn-
rýni og á endanum lýsti Annika ákvörðun
sinni sem mistökum, skilaði laununum og
baðst afsökunar.
Annika Falkengren, bankastjóri
Skandinaviska Enskilda Banken – SEB.
„um leið og annika nálgaðist
toppinn í sEb-bankanum
tók nafn hennar að birtast á
listum yfir áhrifamestu konur
í viðskiptum svía – og svo á
alþjóðlegum listum.“
Annika Falkengren gætir peninga Wallenberg-ættarinnar:
sjöunda áhrifamesta
kona heims
Frjáls verslun velur hér áhrifamestu konurnar í Skandinavíu; eina frá hverju landi.
Kristín Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, er áhrifamesta konan í viðskiptum í
Noregi. Í Svíþjóð er það Annika Falkengren, bankastjóri Skandinaviska Enskilda
Banken. Hanna Nurminen er ríkasta kona Finnlands og Hanni Toosbuy Kasparzak er
ríkasta kona Danmerkur.
TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSoN ● MYNDIR: ýMSIR