Frjáls verslun - 01.05.2009, Blaðsíða 118
118 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9
a ð g r í p a t æ k i f æ r i ð
Í lok árs 2007 festu Edda B. Guðmunds-dóttir og María Dungal kaup á fyrirtæk-inu.
Edda, sem er viðskiptafræðingur og með
MBA-próf, starfaði hjá Landsbankanum í
12 ár þar sem hún vann við markaðsmál,
hún varð síðar fræðslu- og gæðastjóri,
aðstoðarmaður bankastjóra og loks lánasér-
fræðingur. Hún sagði upp
hjá Landsbankanum eftir
12 ára starf og hóf störf
hjá Glitni. María er með
BS-próf í alþjóðamarkaðs-
fræðum frá Tækniháskól-
anum og vann hjá Lands-
bankanum í sjö ár, meðal
annars í markaðsdeild, sölu-
deild og sem forstöðumaður
þjónustudeildar.
„Í lok árs 2007 tók ég
þá ákvörðun að hætta hjá
Landsbankanum án þess
að vera komin með annað
starf,“ segir María. „Nokkrum dögum
eftir að ég hætti var Rými sett á sölu. Við
Edda höfðum oft rætt um að fara út í eigin
rekstur og vorum við búnar að festa kaup á
fyrirtækinu tæpum tveimur vikum eftir að
ég hætti hjá bankanum.“
Edda hafði starfað hjá Glitni í tæpt ár
þegar tækifærið kom upp í hendurnar á
þeim og sagði þegar upp. „Við vorum báðar
vanar að vinna mikið í bönkunum; langt
fram á kvöld og oft fram yfir miðnætti,“
segir María.
„Við ræddum oft um hvers vegna við
værum að þessu fyrir einhvern annan
en okkur sjálfar. Í dag
erum það við sem höfum
lokaorð á öllum ákvörð-
unum og berum á end-
anum ábyrgðina og það er
skemmtilegra að gera það
fyrir sjálfan sig en aðra.“
„notað og nýtt“
Rými býður heildarlausnir
fyrir verslunar- og lager-
rými svo sem hillur,
vöruhengi, fataslár, gínur
og standa. Fyrirtækið hefur
áralanga reynslu í hönnun
vöruhúsa en einnig selur fyrirtækið rafrænar
lagerlausnir og einföld rekkakerfi í geymslur
og bílskúra. Rými býður einnig upp á
skjalaskápa, hjólaskápa og ýmsar lausnir
fyrir skrifstofurými.
Edda og María hafa unnið að því að
auka vægi hönnunar, ráðgjafar og þjónustu
til viðskiptavina sinna. Áherslurnar í rekstri
fyrirtækja breyttust eftir bankahrunið og
nefnir María að síðan hafi opnast markaður
með notuð kerfi svo sem hillukerfi, gínur og
jafnvel fataslár.
Þegar spurt er hvort þær hefðu farið út
í fyrirtækjakaup í því árferði sem er í dag
segir María: „Með réttri hugmynd, hiklaust.
Það eru mörg tækifæri í núverandi ástandi
og við finnum að það er mikil og skemmti-
leg gróska í gangi. Það eru til að mynda að
spretta upp fyrirtæki með „notað og nýtt“,
mikið af verslunum fyrir ferðamenn og svo
eru aðrir sem hafa ákveðið að stækka við sig
þrátt fyrir ástandið.“
Við sömu spurningu segir Edda: „Í dag
erum við að vinna út frá allt öðrum for-
sendum en áætlað var og sennilega væri það
hálfgert rugl að fjárfesta í fyrirtæki eins og
staðan er núna. Hins vegar er þetta gríð-
arlega mikill lærdómur og betra en nokkur
skóli sem ég hef farið í. Ég færi kannski
ekki út í kaup á fyrirtæki í dag en ég myndi
ekki vilja fara til baka – þetta starf er miklu
skemmtilegra en við áttum von á og lær-
dómurinn verður aldrei af okkur tekinn.“
Þær edda B. guðmundsdóttir og María dungal sögðu upp störfum sínum í
bankaheiminum í lok ársins 2007 og stigu út í óvissuna. Þær gripu tæki-
færið – og keyptu fyrirtæki. fyrir valinu varð hið gamalgróna fyrirtæki rými.
texti: svava jónsdóttir ● Mynd: geir ólafsson
að grípa tæKifærið og Kaupa fyrirtæKi:
Við Edda höfðum
oft rætt um að fara
út í eigin rekstur
og vorum við búnar
að festa kaup á
fyrirtækinu tæpum
tveimur vikum eftir
að ég hætti hjá
bankanum
GríðarlEGa
mikill lærdómur