Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 118

Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 118
118 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 a ð g r í p a t æ k i f æ r i ð Í lok árs 2007 festu Edda B. Guðmunds-dóttir og María Dungal kaup á fyrirtæk-inu. Edda, sem er viðskiptafræðingur og með MBA-próf, starfaði hjá Landsbankanum í 12 ár þar sem hún vann við markaðsmál, hún varð síðar fræðslu- og gæðastjóri, aðstoðarmaður bankastjóra og loks lánasér- fræðingur. Hún sagði upp hjá Landsbankanum eftir 12 ára starf og hóf störf hjá Glitni. María er með BS-próf í alþjóðamarkaðs- fræðum frá Tækniháskól- anum og vann hjá Lands- bankanum í sjö ár, meðal annars í markaðsdeild, sölu- deild og sem forstöðumaður þjónustudeildar. „Í lok árs 2007 tók ég þá ákvörðun að hætta hjá Landsbankanum án þess að vera komin með annað starf,“ segir María. „Nokkrum dögum eftir að ég hætti var Rými sett á sölu. Við Edda höfðum oft rætt um að fara út í eigin rekstur og vorum við búnar að festa kaup á fyrirtækinu tæpum tveimur vikum eftir að ég hætti hjá bankanum.“ Edda hafði starfað hjá Glitni í tæpt ár þegar tækifærið kom upp í hendurnar á þeim og sagði þegar upp. „Við vorum báðar vanar að vinna mikið í bönkunum; langt fram á kvöld og oft fram yfir miðnætti,“ segir María. „Við ræddum oft um hvers vegna við værum að þessu fyrir einhvern annan en okkur sjálfar. Í dag erum það við sem höfum lokaorð á öllum ákvörð- unum og berum á end- anum ábyrgðina og það er skemmtilegra að gera það fyrir sjálfan sig en aðra.“ „notað og nýtt“ Rými býður heildarlausnir fyrir verslunar- og lager- rými svo sem hillur, vöruhengi, fataslár, gínur og standa. Fyrirtækið hefur áralanga reynslu í hönnun vöruhúsa en einnig selur fyrirtækið rafrænar lagerlausnir og einföld rekkakerfi í geymslur og bílskúra. Rými býður einnig upp á skjalaskápa, hjólaskápa og ýmsar lausnir fyrir skrifstofurými. Edda og María hafa unnið að því að auka vægi hönnunar, ráðgjafar og þjónustu til viðskiptavina sinna. Áherslurnar í rekstri fyrirtækja breyttust eftir bankahrunið og nefnir María að síðan hafi opnast markaður með notuð kerfi svo sem hillukerfi, gínur og jafnvel fataslár. Þegar spurt er hvort þær hefðu farið út í fyrirtækjakaup í því árferði sem er í dag segir María: „Með réttri hugmynd, hiklaust. Það eru mörg tækifæri í núverandi ástandi og við finnum að það er mikil og skemmti- leg gróska í gangi. Það eru til að mynda að spretta upp fyrirtæki með „notað og nýtt“, mikið af verslunum fyrir ferðamenn og svo eru aðrir sem hafa ákveðið að stækka við sig þrátt fyrir ástandið.“ Við sömu spurningu segir Edda: „Í dag erum við að vinna út frá allt öðrum for- sendum en áætlað var og sennilega væri það hálfgert rugl að fjárfesta í fyrirtæki eins og staðan er núna. Hins vegar er þetta gríð- arlega mikill lærdómur og betra en nokkur skóli sem ég hef farið í. Ég færi kannski ekki út í kaup á fyrirtæki í dag en ég myndi ekki vilja fara til baka – þetta starf er miklu skemmtilegra en við áttum von á og lær- dómurinn verður aldrei af okkur tekinn.“ Þær edda B. guðmundsdóttir og María dungal sögðu upp störfum sínum í bankaheiminum í lok ársins 2007 og stigu út í óvissuna. Þær gripu tæki- færið – og keyptu fyrirtæki. fyrir valinu varð hið gamalgróna fyrirtæki rými. texti: svava jónsdóttir ● Mynd: geir ólafsson að grípa tæKifærið og Kaupa fyrirtæKi: Við Edda höfðum oft rætt um að fara út í eigin rekstur og vorum við búnar að festa kaup á fyrirtækinu tæpum tveimur vikum eftir að ég hætti hjá bankanum GríðarlEGa mikill lærdómur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.