Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.05.2009, Blaðsíða 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 ÁHriFaMEstar Á NORÐURLÖNDUM Í Kauphöllinni Ósló ræður ein kona yfir meira hlutafé en allir karlarnir til samans. Og eitt prósent af öllu hlutafé í heiminum er á hennar hendi. Þarf frekar vitnanna við ef spurt er um áhrifamestu konuna í viðskiptalífi Noregs. Það er að sjálfsögðu Kristín Halvorsen fjármálaráðherra. Norski ríkissjóðurinn leggur stund á hefðbundin viðskipti í miklu meira mæli en ríkissjóðir annarra vestrænna landa. Kristín er ekki rík af peningum sjálf og á bara venjulegt raðhús og lítinn bíl. Hún lærði uppeldisfræði og afbrotafræði án þess að ljúka prófum og vann svo sem ritari lög- manns. En hún hefur yfir meiri peningum að segja en nokkur önnur kona í heiminum. Hún er sósíalisti, formaður og óum- deildur leiðtogi Sósíalíska þjóðarflokksins – og stórkapítalisti. Þó ber við að flokks- mönnum hennar mislíki klæðaburðurinn. Kristín er alltaf flott, smekkmanneskja á föt og sést aldrei illa tilhöfð í mussu! Og metið út frá umsvifum í kauphöllinni í Ósló er Kristín Halvorsen fjármálaráðherra sannarlega áhrifamesta konan í viðskiptum landsins. ríkiskapítalismi Þetta er mjög sérstök staða í landi sem ann- ars fylgir öllum hefðbundnum reglum í viðskiptum. Viðskipti í kauphöllinni eru lífleg og réttnefndir kapítalistar kaupa þar og selja bréf sín í von um gróða alveg eins og á Wall Street, í Lundúnum eða Frankfurt. Eini munurinn er að einn kapítalistinn er miklu stærri en allir aðrir. Þessi kapítalisti á ráðandi hlut í sjö af tíu stærstu félögunum í kauphöllinni. Og á að auki drjúgan hlut í því áttunda. Þetta er norska ríkið. Þeir sem reyna að reikna út verðmæti bréfa í félögum skráðum í Ósló telja að milli 50 og 60 prósent séu á hendi þessa eina kapítalista, norska ríkisins. Og það er fjár- málaráðherra landsins sem fer með mest af þessu hlutafé þótt nokkrir fagráðherrar séu líka ábyrgir fyrir hlutum. Allir litlu kapítal- istarnir í kauphöllinni verða að taka tillit til þess að þar er einn risi miklu stærri en allir aðrir. Eitt prósent af hlutafé heimsins En þetta segir ekki alla söguna um sósíal- íska kapítalistann Kristínu Halvorsen. Hún ræður þessu til viðbótar yfir einu prósenti af öllu hlutafé í kauphöllum heimsins. Þetta gerist í gegnum einn stæsta alþjóðlega fjár- festingasjóð heims. Það er sjóður sem heitir Lífeyrissjóður ríkisins, erlend deild – betur þekktur sem olíusjóðurinn. Í sjóðnum voru þegar síðast var talið jafnvirði um 46 þúsund milljarða íslenskra króna, allt í erlendum pappírum. Og sjóðurinn reynir að haga sér eins og siðaður kapítalisti. Kaupir bara bréf í góðum fyrirtækjum, sem ekki stunda barnaþrælkun og eyða regnskógum en er um leið gagn- rýndur fyrir að flytja fé sitt inn og út úr skattaskjólum og taka skortstöður. Það er ekki auðvelt að vera bæði sósíalisti og einn stærsti kapítalisti heims. „allir litlu kapítalistarnir í kauphöllinni verða að taka tillit til þess að þar er einn risi miklu stærri en allir aðrir.“ Kristín Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, ræður yfir meira hlutafé en allir karlar lands- ins til samans. Kristín Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs: sósíalíski kapítalistinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.