Frjáls verslun - 01.05.2009, Blaðsíða 90
90 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9
K
Y
N
N
IN
G
LYF ERU EKKI HEFÐBUNDNAR NEYSLUVÖRUR
Lausasölulyf og heilsuvörur
Bára Einarsdóttir, sölu- og
markaðsstjóri lausasölulyfja- og
heilsuvörudeildar Vistor segir
fjölbreytileikann það skemmti-
legasta við starf hennar:
„Í deildinni er breitt úrval
lausasölulyfja og heilsuvara
og því er markaðssetningin
langt því frá að vera einsleit.
Vöruúrval okkar er allt frá tann-
og húðheilsuvörum til sveppa-,
hægða- , ofnæmis- og nikótín-
lyfja. Markhóparnir eru því
fjölbreyttir og áherslurnar mis-
munandi, eftir því hvort um er
að ræða kynningu sem beint er
til neytenda eða heilbrigðis-
starfsfólks.“
Nicorette - upphaflega fyrir
kafbátahermenn
„Nicorette er stærsta lyf deild-
arinnar og jafnframt mest selda
nikótínlyfið hér á landi. Það
auðveldar reykingafólki að venja
sig af tóbaki með því að draga
úr nikótínþörf og fráhvarfs-
einkennum þegar reykingum er
hætt.
Nicorette hefur verið á mark-
aði hér á landi í rúm 20 ár en
lyfið var upphaflega þróað að
ósk sænska sjóhersins til að
aðstoða kafbátahermenn að fást
við nikótínþörf á meðan bátar
þeirra voru í kafi. Upphaflega
lyfjaformið var nikótíntyggi-
gúmmí, sem ennþá er vinsæl-
ast, en nú eru lyfjaformin orðin
fimm. Auk tyggjósins eru það
innsogslyf, plástrar, nefúði og
tungurótartöflur. Áherslan í
markaðssetningunni undanfarið
hefur verið á „samsetta með-
ferð“, sem rannsóknir sýna
að gefur hvað bestan árangur.
Grunnur meðferðarinnar er
notkun plástursins, sem tryggir
líkamanum litla en jafna inn-
töku nikótíns, síðan notar fólk
tyggjóið eða innsogslyfið með til
að takast á við mestu löngunina
þegar hún kemur yfir.
Sala og markaðssetning lyfja
og heilsuvara er áhugaverður
vettvangur sem sökum strangs
regluverks lýtur öðrum lög-
málum en markaðssetning
almennra vara. Regluverkið
er á margan hátt hamlandi og
kemur í veg fyrir að maður geti
sagt allt sem maður vildi um
gæði vörunnar og takmarkar
einnig hvar hægt er að auglýsa.
En það má heldur ekki gleyma
því að lyf eru ekki hefðbundnar
neysluvörur.“
Vistor
Markaðssetn-
ing lyfja er háð
ströngum reglum
sem oft eru haml-
andi en þó er þetta
áhugaverður starfs-
vettvangur sem
býður upp á mikinn
fjölbreytileika
Bára Einarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri lausasölulyfja- og heilsuvörudeildar Vistor.