Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 42

Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 42
fjárfestingafélög  Kristín Jóhannesdóttir, gaumi og stjórnarmaður í Högum.  Halla Tómasdóttir, starfandi stjórnarformaður auðar Capital.  Kristín Pétursdóttir, forstjóri auðar Capital.  Ingunn Wernersdóttir, eigandi inn-fjárfestinga.  Hrefna Ósk Sigfinnsdóttir, arev verðbréfum; stjórnarformaður áltaks og Yggdrasills. KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR, forstjóri Auðar Capital. Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis verið í kreppunni? Í hvaða úrbótum er það að vinna? Auður Capital var stofnað árið 2007 til að koma með aukið jafnvægi inn í fjármálageirann sem þá hafði um nokkurt skeið einkennst af hagsmunatengslum, áhættusækni, skammtíma- árangri og þröngri skilgreiningu á árangri. Að okkar mati var sú nálgun ekki líkleg til að vera árangursrík til lengri tíma litið. Okkar markmið var að koma með annars konar nálgun þar sem óháð staða, áhættumeðvitund, gagnsæi, langtímaárangur og víðtækari skilgreining á árangri væru leiðarljósin. Óveðursskýin voru farin að hrannast upp og því lögðum við alla áherslu á að fjármagna fyr- irtækið vel og forðast lántökur. Hefur eitthvað jákvætt komið út úr niðursveiflunni fyrir þitt fyrirtæki? Fólk er farið að huga betur að því hverjum það treystir fyrir pen- ingunum sínum og mjög margir hafa komist að því að við séum traustsins verð. Ríkisvæðingin er mikil. Hvað lengi eiga ríki og bankar að reka einkafyrirtækin sem þau taka yfir? Ein versta afleiðing af hruninu væri að fólk myndi missa trúna á einkaframkvæmd og aðhyllast þá skoðun að rekstri væri best komið hjá ríkinu. Það er okkar skoðun að einkarekstur eigi heima sem víðast, þrátt fyrir að ríkið væri í mörgum tilvikum kaupandi þjónustunnar, þannig væri ríkið líka betur í stakk búið til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Það er mismunandi hve lengi ríki og bankar þurfa að reka þau fyr- irtæki sem þau taka yfir, meginreglan er sú að það ætti að vera sem styst, en það þarf þó að vanda vel til verka við sölu og yfirtökur. Hvað viltu sjá að verði gert til að rétta atvinnulífið við? Það þarf að sækja um aðild að Evrópusambandinu sem allra fyrst. Þá þarf að huga að fjölbreytni og stuðningi við nýsköpun og sprotafyrirtæki og styrkja rekstrargrundvöll þeirra fyrirtækja sem möguleika eiga á að standa kreppuna af sér. Umhverfið og regluverkið verða að hvetja fólk og fyrirtæki til framkvæmda og til að bjarga sér frekar en að letja. Hvaða heilræði hafa reynst þér best í stjórnun? Að byggja upp sterka liðsheild og fela samstarfsmönnum ábyrgð og tækifæri til að spjara sig. Framtíðin í sex orðum? Sjálfbær, skynsamleg og björt í sátt við alþjóðasamfélagið. Hún situr í stjórn Sambands fjármálafyrirtækja og í framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins. 42 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.