Frjáls verslun - 01.05.2009, Blaðsíða 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9
HAFDÍS JÓNSDÓTTIR,
framkvæmdastjóri Lauga Spa.
Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis verið í kreppunni?
Í hvaða úrbótum er það að vinna?
Við höfum nú alltaf reynt að vera mjög hagsýn og veitt
aðhald þannig að það var ekki mikið sem við gátum gert beint út
af kreppunni. Þar sem allt hefur hækkað gífurlega og sá kostnaður
leggst á fyrirtækið þá skiptir það enn meira máli en oft áður.
Hefur eitthvað jákvætt komið út úr niðursveiflunni fyrir þitt
fyrirtæki?
Það er alltaf jákvætt þegar fólk leggur meiri rækt við að hugsa um
heilsu sína og hefur meiri tíma til þess að stunda heilsurækt. Við
finnum fyrir því að viðskiptavinir okkar mæta oftar og gefa sér
meiri tíma hjá okkur.
Ríkisvæðingin er mikil. Hvað lengi eiga ríki og bankar að
reka einkafyrirtækin sem þau taka yfir?
Sem styst, ríki og bankar eiga ekki að vera í samkeppni við einka-
fyrirtæki, enda tel ég að þeir eigi að koma með aðrar lausnir en að
leysa þau til sín.
Hvað viltu sjá að verði gert til að rétta atvinnulífið við?
Við þurfum að gera upp bankana, opna landið fyrir erlendum fjár-
festum, lækka vexti, styrkja krónuna og standa vörð um skattalegt
umhverfi sem stuðlar að uppbyggingu fyrirtækja.
Hvaða heilræði hafa reynst þér best í stjórnun?
Að koma fram af heilindum og vera jákvæð fyrirmynd.
Framtíðin í sex orðum?
Full af tækifærum, heilsusamleg, árangursrík og skemmtileg.
Hafdís er formaður FKA, Félags kvenna í atvinnurekstri, og er í
stjórn Lauga Spa og RÍH, stjórn rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsu-
fræðum.
líkamsrækt
Ágústa Johnsson, forstjóri Hreyfingar.
Hafdís Jónsdóttir, eigandi World Class.
Ágústa Johnson,
forstjóri Hreyfingar.
flug
Geirþrúður Alfreðsdóttir, flugrekstrarstjóri landhelgisgæslunnar.
Geirþrúður
Alfreðsdóttir
flugrekstrarstjóri
Landhelgis-
gæslunnar