Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 19

Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 19
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 19 r í k i s v æ ð i n g i n o g b a n k a k o n u r Lítum þá betur á þær konur sem eru í forystu í bankakerfinu og hafa öðlast mikil völd í bankakerfinu í gegnum ríkisvæð- inguna. Lára V. Júlíusdóttir er formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands og hefur sem slík mikil völd. Það var Jóhanna Sigurðardóttir sem fékk hana til að gegna formennskunni. Katrín Olga Jóhann- esdóttir er sömuleiðis bankaráðskona í Seðlabanka Íslands. Hulda Dóra Styrmisdóttir er stjórnarformaður Nýja Kaup- þings banka. Hún er örugglega ein allra áhrifamesta kona við- skiptalífsins. Þannig háttar til að allir stjórnarmenn Nýja Kaup- þings eru konur. Með Huldu Dóru sitja í stjórninni þær Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, Auður Finnbogadóttir, Erna Bjarnadóttir og Drífa Sigfúsdóttir. Tveir framkvæmdastjórar í Nýja Kaupþingi eru konur, þær Björk Þórarinsdóttir, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, og Margrét Sveinsdóttir, fram- kvæmdastjóri eignastýringar. Þá er Bryndís Jónsdóttir starfs- mannastjóri bankans. Þrjár konur sitja í stjórn Nýja Landsbankans. Þær eru Stefanía K. Karlsdóttir, Salvör Jónsdóttir og Ása Richardsdóttir. Haukur Halldórsson, fyrrum formaður Bændasamtakanna, er stjórn- arformaður bankans á meðan Ásmundur Stefánsson sinnir starfi bankastjóra – en Ásmundur var skipaður formaður nýja bankans í upphafi og gegnir formennskunni tímabundið. Ein kona gegnir framkvæmdastjórastöðu hjá Landsbankanum, Anna Bjarney Sig- urðardóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs. Tvær konur sitja í stjórn Íslandsbanka, þær Martha Eiríks- dóttir og Katrín Ólafsdóttir. Birna Einarsdóttir er bankastjóri. Þá eru eru tvær konur framkvæmdastjórar hjá bankanum, þær Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs. Bjarney Harðardóttir er markaðsstjóri. Þá má geta þess að Guðrún Ragnarsdóttir er framkvæmda- stjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna en eflaust mun reyna meira á sjóðinn þegar kreppir að hjá lántakendum á næstu árum. Þar bíða eflaust erfiðar ákvarðanir. Bankahrunið skall á og mesta ríkisvæðing Íslandssögunnar varð að veruleika. Ríkisvæðingin færði konum í bankakerfinu mikil völd. Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fyr- irtækjasviðs Nýja Kaupþings. Margrét Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri eignastýringar Nýja Kaupþings. Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka. Sigrún Ragna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs Íslandsbanka. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Eignarhaldsfélög fyrrum viðskiptablokka áttu stærstu fyrirtækin – og flóru milli- stórra fyrirtækja undir þeim. Bankakreppan skall á og skuldug eignar- haldsfélögin hrundu, sem og bankarnir. Þar með eignaðist ríkið nýju bankana og alla þá flóru fyrirtækja sem var undir hinum gömlu eignarhaldsfélögum auð- mannanna. Þetta eru mörg af stærstu og þekktustu fyrirtækjum landsins. Nýju bankarnir fengu nýjar stjórnir og þar komu konur meira við sögu en áður. Stjórn Nýja Kaupþings banka er t.d. ein- göngu skipuð konum. Bankarnir munu örugglega eignast fleiri fyrirtæki á næstunni því mörg fyrirtæki eru „tæknilega gjaldþrota“ sem er nýtt hugtak í orðabók viðskiptanna. Þar með verða völd þeirra kvenna sem starfa í bönkunum enn meiri. ríkisvæðingin – aukin vÖLD kvEnna     
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.