Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 19
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 19
r í k i s v æ ð i n g i n o g b a n k a k o n u r
Lítum þá betur á þær konur sem eru í forystu í bankakerfinu
og hafa öðlast mikil völd í bankakerfinu í gegnum ríkisvæð-
inguna.
Lára V. Júlíusdóttir er formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands
og hefur sem slík mikil völd. Það var Jóhanna Sigurðardóttir
sem fékk hana til að gegna formennskunni. Katrín Olga Jóhann-
esdóttir er sömuleiðis bankaráðskona í Seðlabanka Íslands.
Hulda Dóra Styrmisdóttir er stjórnarformaður Nýja Kaup-
þings banka. Hún er örugglega ein allra áhrifamesta kona við-
skiptalífsins. Þannig háttar til að allir stjórnarmenn Nýja Kaup-
þings eru konur. Með Huldu Dóru sitja í stjórninni þær Helga
Jónsdóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, Auður Finnbogadóttir, Erna
Bjarnadóttir og Drífa Sigfúsdóttir. Tveir framkvæmdastjórar
í Nýja Kaupþingi eru konur, þær Björk Þórarinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, og Margrét Sveinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri eignastýringar. Þá er Bryndís Jónsdóttir starfs-
mannastjóri bankans.
Þrjár konur sitja í stjórn Nýja Landsbankans. Þær eru Stefanía
K. Karlsdóttir, Salvör Jónsdóttir og Ása Richardsdóttir. Haukur
Halldórsson, fyrrum formaður Bændasamtakanna, er stjórn-
arformaður bankans á meðan Ásmundur Stefánsson sinnir starfi
bankastjóra – en Ásmundur var skipaður formaður nýja bankans
í upphafi og gegnir formennskunni tímabundið. Ein kona gegnir
framkvæmdastjórastöðu hjá Landsbankanum, Anna Bjarney Sig-
urðardóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs.
Tvær konur sitja í stjórn Íslandsbanka, þær Martha Eiríks-
dóttir og Katrín Ólafsdóttir. Birna Einarsdóttir er bankastjóri.
Þá eru eru tvær konur framkvæmdastjórar hjá bankanum,
þær Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs og
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs.
Bjarney Harðardóttir er markaðsstjóri.
Þá má geta þess að Guðrún Ragnarsdóttir er framkvæmda-
stjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna en eflaust mun reyna meira
á sjóðinn þegar kreppir að hjá lántakendum á næstu árum. Þar
bíða eflaust erfiðar ákvarðanir.
Bankahrunið skall á og mesta ríkisvæðing Íslandssögunnar
varð að veruleika. Ríkisvæðingin færði konum í bankakerfinu
mikil völd.
Björk Þórarinsdóttir,
framkvæmdastjóri fyr-
irtækjasviðs Nýja
Kaupþings.
Margrét Sveinsdóttir,
framkvæmdastjóri
eignastýringar Nýja
Kaupþings.
Una Steinsdóttir,
framkvæmdastjóri
viðskiptabankasviðs
Íslandsbanka.
Sigrún Ragna Ólafsdóttir,
framkvæmdastjóri
fjármála og reksturs
Íslandsbanka.
Guðrún Ragnarsdóttir,
framkvæmdastjóri
Lánasjóðs íslenskra
námsmanna.
Eignarhaldsfélög fyrrum viðskiptablokka
áttu stærstu fyrirtækin – og flóru milli-
stórra fyrirtækja undir þeim.
Bankakreppan skall á og skuldug eignar-
haldsfélögin hrundu, sem og bankarnir.
Þar með eignaðist ríkið nýju bankana
og alla þá flóru fyrirtækja sem var undir
hinum gömlu eignarhaldsfélögum auð-
mannanna.
Þetta eru mörg af stærstu og þekktustu
fyrirtækjum landsins.
Nýju bankarnir fengu nýjar stjórnir og
þar komu konur meira við sögu en áður.
Stjórn Nýja Kaupþings banka er t.d. ein-
göngu skipuð konum.
Bankarnir munu örugglega eignast fleiri
fyrirtæki á næstunni því mörg fyrirtæki
eru „tæknilega gjaldþrota“ sem er nýtt
hugtak í orðabók viðskiptanna.
Þar með verða völd þeirra kvenna sem
starfa í bönkunum enn meiri.
ríkisvæðingin
– aukin vÖLD kvEnna