Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 35

Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 35
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 35 fjármálafyrirtæki SIGRÚN RAGNA ÓLAFSDÓTTIR, framkvæmdastjóri Fjármála- og rekstr- arsviðs Íslandsbanka. Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis verið í kreppunni? Í hvaða úrbótum er það að vinna? Við höfum unnið að uppbyggingu á nýjum banka frá 15. október sl. Það eru mörg mikilvæg verkefni sem verið er að vinna að sem varða bæði viðskiptavini og starfsmenn bankans, sem og stofnefnahag hans. Það er aldrei mikilvægara en á tímum óvissu að móta fyrirtækjum skýra sýn og það hefur verið eitt af stóru verkefnunum að vinna að stefnumótun bankans og öllum þeim verkefnum sem komu í kjölfar hennar. Hefur eitthvað jákvætt komið út úr niðursveiflunni fyrir þitt fyrirtæki? Þessi niðursveifla hefur þjappað starfsfólki bankans saman og sýnt okkur hvers við erum megnug við erfiðar aðstæður. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í að byggja upp nýjan banka. Ríkisvæðingin er mikil. Hvað lengi eiga ríki og bankar að reka einkafyrirtækin sem þau taka yfir? Að mínu mati hlýtur markmiðið ávallt að vera að rekstur einka- fyrirtækja sé í höndum annarra en ríkis og banka. Komi það til að bankar hafa enga aðra kosti en að taka yfir rekstur fyrirtækja til að bjarga verðmætum þá er mikilvægt að það tímabil vari í sem skemmstan tíma. Það er nauðsynlegt að byggja upp gagn- sætt og opið ferli sem tryggir að svo megi verða. Hvað viltu sjá að verði gert til að rétta atvinnulífið við? Við verðum að tryggja eðlilegt flæði og aðgang að fjármagni á Íslandi og að fjármálageirinn verði endurskipulagður og ávinni sér traust á ný. Það er áríðandi að við greinum hvar helstu vaxtar- sprotarnir eru til framtíðar og hlúum vel að þeim. Hvaða heilræði hafa reynst þér best í stjórnun? Jákvæðni og að hafa trú og traust á samstarfsfólkinu. Framtíðin í sex orðum? Við mótum okkar eigin framtíð sjálf. Sigrún Ragna situr í stjórn Miðengis ehf., eignaumsýslufélags Íslandsbanka. Martha Eiríksdóttir, stjórnarmaður í Íslandsbanka. Katrín Ólafsdóttir, stjórnarmaður í Íslandsbanka. Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta- bankasviðs Íslandsbanka.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.