Frjáls verslun - 01.05.2009, Blaðsíða 124
bílar
texti:
páll stefánsson
Það eru engir bílar sem henta
eins vel íslenskum aðstæðum
og jepplingar. fjórhjóladrifið
gerir allan akstur miklu örugg-
ari hérlendis þar sem búast má
við hálku níu mánuði á ári – og
þar sem vegakerfið býður upp á
stóra kafla af malarvegum utan
þjóðvegar eitt. Jepplingar eru
þess utan mun sparneytnari en
stóri bróðir, jepparnir.
Volvo er að kynna nýjan bíl,
xC60 bíll, sem er allt í senn, lag-
legur, góður í akstri og á góðu
verði. Þótt bílinn sé hábyggður
eru aksturseiginleikarnir eins og
hjá besta fólksbíl. Hann liggur
eins og klessa og á hlykkjóttum
íslenskum þjóðvegum er maður
alltaf öruggur.
Bílinn er byggður á Volvo
y20 botnplötunni sem einnig
er notuð fyrir Volvo V70 skutbíl-
inn, Volvo S80 og land rover
freelander. Hönnuðir Volvo
breyttu mjög aksturseiginleikum
xC60 frá land rovernum; not-
uðu reynslu og kunnáttu sína við
útbúnað fjórhjóladrifsins.
fáir bílar eru eins góðir og
öruggir á möl og nýi Volvoinn.
og hljótlátur er hann, blessaður.
Vélin í reynsluakstursbílnum var
bensín, skemmtileg í einu orði;
snörp, togmikil, hljóðlát. nokkuð
eyðslufrek. Það er gott rými
frammi í.
Volvo hefur alltaf lagt mikið
upp úr vönduðum sætum.
innréttingin er einföld, mjög
norræn. allt á réttum stað. engu
ofaukið. aftursætin góð. Þar
sem bíllinn er aðeins 4,6 metrar
að lengd kemur það örlítið niður
á fótaplássinu aftur í. Skottið er
rúmgott og þægilegt í umgengni.
Volvoinn keppir í mjög erf-
iðum flokki bíla, jepplinga, þar
sem margir frábærir bílar hafa
komið á markaðinn að undan-
förnu. xC60 er meðal þeirra
bestu.
malar mölina
páll Stefánsson reynsluekur nýja xC60 bílnum frá Volvo, jepplingi í fremsta flokki.
124 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8