Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Blaðsíða 128

Frjáls verslun - 01.05.2009, Blaðsíða 128
fólk 128 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 innnes ehf. er ein af stærstu matvöruheil-dverslunum landsins og eru flest vöru-merki fyrirtækisins markaðsleiðandi á sínu sviði. Dreifingarmiðstöð og skrifstofur eru við Fossaleyni í Reykjavík. Alls starfa um 100 manns hjá félaginu í Reykjavík og á Akur- eyri. Páll Hilmarsson er framkvæmdastjóri markaðssviðs og segir hann fyrirtækið vera með sterk og góð vörumerki sem njóti trausts neytenda. Starfsfólk fyrirtækisins er öflugur og samhentur hópur sem leggur höfuðáherslu á góð og persónuleg samskipti við viðskiptavini. Páll Hilmarsson er Garðbæingur og hefur búið þar frá fimm ára aldri. Með skólagöngu sinni í viðskiptafræði HÍ vann hann hjá ljós- myndafyrirtækinu Hans Petersen. „Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi á starfs- ferli mínum hjá Hans Petersen að stjórn- endur fyrirtækisins treystu mér fyrir mörgum spennandi og ögrandi verkefnum sem gáfu mér dýrmæta reynslu sem nýst hefur mér á vel á liðnum árum.“ Eftir um fimmtán ára veru í tækniheiminum ákvað Páll að venda sínu kvæði í kross og sneri sér að sælgætis- og matvælageiranum. Eiginkona Páls er Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá VÍS og eiga þau tvö börn. „Fjölskyldan og samvera með henni skiptir mig að sjálfsögðu mestu máli. Áhugamál fjölskyldunnar númer eitt er útivera en við höfum stundað gönguferðir á sumrin og skíðin á veturna. Við höfum gengið víða, meðal annars um Hornstrandir, Austfirðina og á Öræfum og síðustu árin höfum við farið í gönguferðir til Króatíu, Sló- veníu og Spánar. Hafa þetta verið vikuferðir í hópi 20 ferðafélaga þar sem við berum oftast allt okkar á bakinu.“ Þegar viðtalið við Pál var tekið var hann á leið í gönguferð um fjalllendi Póllands ásamt fríðum hópi fólks en þar á meðal er stór hópur Garðbæinga sem gengið hefur töluvert saman á síðustu árum. „Einnig er á dagskránni í sumar ferð um Hornstrandir í júlí. Í þetta skiptið göngum við frá Hælavík að Hesteyri. Eigum þá bara eftir eina ferð frá Hesteyri um Veiðileysufjörð og Lónafjörð að Hrafnsfirði til að loka gögunni um Horn- strandir.“ Stórt áhugamál hjá Páli eru sveitarstjórn- armál, en hann er forseti bæjarstjórnar, for- maður skólanefndar og situr í stjórn Sorpu fyrir Garðabæ. „Það eru ákveðin forréttindi að starfa í pólitík. Ég lít svo á að vera í pólitík sé á við góða framhaldsmenntun, þó ekki fái maður neitt diplóma fyrir það nám. Þá er það nú alltaf þannig að nám og reynnsla er eitthvað sem aldrei verður frá manni tekið og maður býr að alla ævi. Ég tel mig því vera í einum besta skóla landsins þar sem stjórn- málin eru.“ nafn: páll Hilmarsson. fæðingarstaður: reykjavík, 10. mars 1962. foreldrar: Hilmar pálsson og lína lilja Hannesdóttir maki: Kolbrún Jónsdóttir. Börn: lilja lind 23 ára, Hilmar 15 ára. menntun: Viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands. Páll Hilmarsson: „Það eru ákveðin forréttindi að starfa í pólitík. Ég lít svo á að vera í pólitík sé á við góða framhaldsmenntun, þó ekki fái maður neitt diplóma fyrir það nám.“ framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá innnes ehf. PÁLL HILMARSSON texti: HilMar karlsson Myndir: geir ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.