Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Síða 61

Frjáls verslun - 01.05.2009, Síða 61
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 61 ÁHriFaMEstar Á NORÐURLÖNDUM Annika Falkengren er allþokkalega rík kona. Hún á með manni sínum eina flottustu vill- una í Stokkhólmi og hefur um 100 milljónir í árstekjur. En þetta er ekkert samanborið við auðinn sem hún gætir fyrir aðra. Wallen- berg-fjölskyldan hefur valið hana til að passa alla peningana sína. Ef Svíi er spurður hver sé áhrifamesta konan í viðskiptum landsins stendur ekki á svari: Það er Annika Falkengren, bankastjóri Skandinaviska Enskilda Banken – SEB. Bankinn er í röð kunnustu fjarmála- stofnana heims og að baki býr auðurinn sem Wallenberg-fjölskyldan hefur nurlað saman á nær 250 árum. SEB-bankinn er eitt stærsta fyrirtæki Norðurlanda með 20 þúsund starfsmenn og 580 útibú í um 20 löndum. sæt stelpa með metnað Wallenberg-erfingjarnir Marcus og Jacob sitja í stjórn bankans en láta fagmanneskju um daglegan rekstur. Það er hún Annika, sem kom til vinnu sem lærlingur í bank- anum árið 1987, og hefur verið þar æ síðan. Annika Falkengren hefur klifrað upp metorðastigann hægt og bítandi og var komin á toppinn árið 2005. Hún hefur verið yfirmaður verðbréfadeildar bankans og yfirmaður fyrirtækjadeildarinnar – og strákarnir í Wallenberg-fjölskynduni hafa tröllatrú á henni. Um leið og Annika nálgaðist toppinn í SEB-bankanum tók nafn hennar að birtast á listum yfir áhrifamestu konur í viðskiptum Svía – og svo á alþjóðlegum listum. Núna er hún að mati tímaritsins Forbes sjöunda valdamesta konan í heimsviðskiptunum og hefur hækkað um fjögur sæti frá því síðast. Þegar farið er inn á heimasíður bankans www.seb.se birtist glæsileg kona efst á síðu, hún snýr sér að þér í bankastjórastólnum og talar til þín. Við fyrstu sýn gæti fólk haldið að leikkona hefði verið ráðin til að kynna bankann en þetta er Annika bankastjóri sjálf. barn og banki samtímis Hún er að vonum umtöluð kona í Svíþjóð. Hún er 47 ára gömul og Úlfur, maðurinn hennar, vinnur líka í bankanum. Það varð að blaðaefni þegar þau hjón keyptu fyrir tveimur árum glæsivillu sænska fatakóngsins Stefans Perssons hjá Hennes & Moritz fyrir jafnvirði 180 milljónir íslenskra. Þar fluttu þau inn með kornunga dóttur sína. Annika vakti nefnilega mikla athygli fyrir að eignast sitt fyrsta barn 43 ára gömul, rétt í þann mund sem Wallenbergarnir báðu hana að taka við bankanum árið 2005. Það er því að vonum að allslags slúðurblaða- menn og papparassar eru eins og gráir kettir við hús þeirra hjóna. Þó er ekki allt til skemmtunar sem skrifað er um Anniku í blöðin. Eftir að fjármálakreppan skall á hækkaði hún laun sín og annarra yfirmanna í bankanum umtalsvert. Fékk hún þó þokkalega greitt fyrir vinnu sína áður eða nær 100 milljónir íslenskra króna á ári. Þetta sætti harðri gagn- rýni og á endanum lýsti Annika ákvörðun sinni sem mistökum, skilaði laununum og baðst afsökunar. Annika Falkengren, bankastjóri Skandinaviska Enskilda Banken – SEB. „um leið og annika nálgaðist toppinn í sEb-bankanum tók nafn hennar að birtast á listum yfir áhrifamestu konur í viðskiptum svía – og svo á alþjóðlegum listum.“ Annika Falkengren gætir peninga Wallenberg-ættarinnar: sjöunda áhrifamesta kona heims Frjáls verslun velur hér áhrifamestu konurnar í Skandinavíu; eina frá hverju landi. Kristín Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, er áhrifamesta konan í viðskiptum í Noregi. Í Svíþjóð er það Annika Falkengren, bankastjóri Skandinaviska Enskilda Banken. Hanna Nurminen er ríkasta kona Finnlands og Hanni Toosbuy Kasparzak er ríkasta kona Danmerkur. TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSoN ● MYNDIR: ýMSIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.