Frjáls verslun - 01.09.2007, Síða 14
14 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7
Fyrst þetta ...
LOGOS
100 ára
Stærsta lögmannsstofa
landsins, Logos, fagnaði hinn
26. október sl. 100 ára óslitinni
lögmannsþjónustu. Stofan
rekur sögu sína aftur til ársins
1907 þegar Sveinn Björnsson,
síðar fyrsti forseti Íslands,
opnaði fyrstu lögmannsstofu
landsins. Gunnar Sturluson hrl.
er framkvæmdastjóri Logos en
stofan er til húsa að Efstaleiti 5
í Reykjavík. Hundruð gesta og
viðskiptavina sóttu Logos heim
í tilefni afmælisins. Á þessum
merku tímamótum hefur LoGoS
skrifað undir samning við
Háskóla Íslands um að kosta
lektorsstöðu í stjórnsýslurétti
til næstu þriggja ára.
Egill Ólafsson í gervi Friðriks VIII Danakonungs skálar fyrir LOGOS og 100 ára óslitinni lögmanns-
þjónustu stofunnar.
Jakob Möller hrl., fyrrum einn
eigenda LOGOS, nú ráðgefandi,
ritar nafn sitt í gestabókina. Við
hlið hans er dæmigerður ritari
upp á gamla móðinn og fyrir
aftan Jakob stendur Dagný
Guðlaugsdóttir, fyrrverandi
starfsmaður.
Tákn um tímana tvenna. Þessar hefðarmeyjar voru í afmælinu og
minntu gesti á að stofan var „ekki stofnuð í gær“.
Nokkrir af efnilegum fulltrúum LOGOS.
Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri SPRON Factoring, Valfríður Möller, Jón Karl Ólafsson, forstjóri
Icelandair, Hjördís Ásberg, eigandi Manns lifandi, og Helena Hilmarsdóttir, löggiltur endurskoðandi.