Frjáls verslun - 01.09.2007, Síða 23
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 23
Forsíðuviðtal
Gísli segir að NP stefni að enn stærri hlut á þessum
neysluvörumarkaði. Þarna séu vaxtarmöguleikar og tíðinda að vænta
í framtíðinni.
Líkar við Letta
En af hverju þessi hrifning á Lettum og hinni sögufrægu höfuðborg
þeirra, Ríga?
„Já, þetta er stórkostlegt fólk,“ segir Gísli. „Ég hreifst strax í upphafi
af hugarfarinu. Það var eins og ákafinn og viljinn geislaði úr
andlitunum. Lettar voru alltaf í nánum tengslum við Skandinavíu
og Þýskaland. Ríga er gömul Hansaborg. Egill Skallagrímsson kom
líka til Ríga! Hugsunarháttur Letta er líkur því sem við þekkjum.
Menningin er greinilega skyld. Það er gríðarlegur munur á að stunda
viðskipti í Lettlandi eða í Rússlandi. Hugsunarhátturinn er allt annar,
menningin allt önnur og sagan allt önnur. Þess vegna hef ég viljað
vera í Ríga og nágrannalöndunum. Rússland hefur síður vakið áhuga
minn, þó svo að ég skilji hve stór tækifærin þar eru. Eystrasaltslöndin
höfðuðu frá upphafi sterklega til mín þar sem þeirra heimsmynd og
verðmætaskyn var svo miku skyldara því sem ég mat svo mikils.“
Gísli segir að meðal Letta komi oft fram það viðhorf að þeir hafi
misst af tækifærum þann tíma sem landið var undir Sovétstjórninni.
Þeir þurfi að vinna upp forskot sem þjóðirnar í Vestur-Evrópu fengu
meðan þeir voru sjálfur undirokaðir og hafi þann metnað sem þarf
til að ná þeim árangri. Þetta veldur því að erlendum fjárfestum er vel
tekið, að sögn Gísla.
Síðustu árin hefur Gísli haft lögheimili í Ríga. Hann er mikið þar
en fjölskyldan heldur í raun hús í þremur höfuðborgum: í Reykjavík,
í Kaupmannahöfn og í Ríga, en er með lögheimili á Íslandi.
Hetjan Jón Baldvin
Gísli er einnig aðalræðismaður Íslands í Ríga. Það hefur hann verið
frá 1999 og t.d. meðan Jón Baldvin Hannibalsson var sendiherra í
Helsinki en Lettland heyrði undir það sendiráð. Gísli segir að frægð
Jóns Baldvins sé mikil í öllum Eystrasaltslöndunum frá því að landið
hlaut sjálfstæði og Íslendingar urðu fyrstir þjóða til að viðurkenna
sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Og að utanríkisráðherrann Jón Bandvin
kom og var á staðnum þegar mannfjöldi mætti skriðdrekum
Sovétmanna, einn erlendra stjórnmálamanna.
Gísli Þór Reynisson hefur verið bissnesmaður frá fermingaraldri. Hann er með doktorsgráðu í fjármálafræðum og vann við rannsóknir við
Harvard þegar hann tók af skarið og hellti sér út í viðskipti.