Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Page 24

Frjáls verslun - 01.09.2007, Page 24
24 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 Þegar innihaldið skiptir öllu máli verður umgjörðin að vera fullkomin Kynntu þér kosti Gullfyrirtækjaþjónustu SPRON Nánari upplýsingar veita viðskiptastjórar í næsta útibúi SPRON, í síma 550 1200 eða á spron.is Viðskiptastjórar fyrirtækjaþjónustu SPRON einbeita sér að því að veita framúrskarandi þjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki. Gullfyrirtækjaþjónusta SPRON er sérsniðin, persónuleg þjónusta fyrir fyrirtæki sem vilja víðtæk fríðindi, betri kjör og stuttar boðleiðir í bankaviðskiptum sínum. AR GU S / 0 7-0 88 7 „Þetta er lifandi saga í Eystrasaltslöndunum,“ segir Gísli og hann segir að Lettar hafi bundið miklar vonir við framhaldið, að erlend fyrirtæki kæmu og fjárfestu. „Þess vegna erum við aufúsugestir í land- inu og við ætlum okkur að auka umsvifin þar.“ Ekki hitt mafíósa enn En hvað með spillinguna í Austur-Evrópu? „Já, þar er mikill munur á löndum hverjar hefðirnar eru,“ segir Gísli og það heyrist strax að honum er ekki sama um þessa spurningu, en bendir á að það fari mikið eftir löndum og þeim hefðum sem þar búa. „Fyrir okkur sem fjárfesta er fyrsta spurningin alltaf: Hvernig er eignarréttur okkar tryggður? Við verðum að treysta á lög og rétt í þeim löndum þar sem við störfum,“ segir Gísli. Og það er mafía í löndum fyrrum Sovétríkjanna. „Já, mafían er væntanlega til þótt ég hafi aldrei hitt mafíósa,“ segir Gísli. „Okkur hefur aldrei verið hótað eða orðið varir við þessa mafíu. Mafían einbeitir sér líka að vændi og spilavítum og slíku sem er utan ramma laganna og þar af leiðandi utan við okkar svið.“ Almenn vanþekking Engu að síður er það svo – sérstaklega meðal almennings á Norðurlöndum – að margir halda að íslenskir fjárfestar stundi peningaþvætti fyrir rússnesku mafíuna. Hvað segir Gísli um þetta? „Þetta er bara trú fólks sem veit ekki hvað það á að halda um umsvif Íslendinga,“ segir Gísli. „Ef menn vita ekkert um málið er auðvelt að leita á náðir einfaldra skýringa. Það er hins vegar ekkert til í þessu. Það hefur verið bent á Björgólfsfeðga. Þeir unnu mikið viðskiptaafrek í Rússalandi á sínum tíma við ótrúlega erfiðar aðstæður. En að tengja það við einhverja mafíu er bara vitleysa.“ „Það gleymist líka að þessi íslenska útrás er útrás margra óskyldra fyrirtækja og fjárfesta,“ segir Gísli. „Það sem þeir eiga sameiginlegt er að vera óhræddir við nýjungar - vera haldnir þessum frumkvöðlaanda - og svo bætast þar við þættir eins og einkavæðing bankakerfisins og aukið frelsi í viðskiptum.“ Þarna má líka nefna að margir ungir íslenskir fjárfestar hafa sótt menntun sína til útlanda ef til vill af illri nauðsyn því menntastofnanir á Íslandi hafa ekki getað mætt þörfum allra. Norrænir starfsbræður Íslendinganna hafa oftar sótt menntun sína til rótgróinna stofnana heima og eru háðari hefðbundnum hugsunarhætti í heimalandinu. Viðskiptasjónarmið en ekki lífstíll Stærstu fjárfestingar NP eru í Eystrasaltslöndunum en frægustu byggingarnar eru hins vegar í Kaupmannahöfn. Núna eru þrjú NP-hotels í hjarta borgarinnar. Hotel D´Angleterre er að sjálfsögðu frægast en einnig eru þar Hotel Kong Frederik og Front Hotel. Þar er líka veitingastaðurinn Copenhagen Corner auk þess sem hótelin sjálf státa af fjölsóttum veitingasölum. Og hárgreiðslumeistari Hotel D´Angleterre hefur svo ágæta viðskiptavini eins og meðlimi dönsku konungsfjölskyldunnar. (Innan sviga ná geta þess að konungsfjölskyldan hefur þar sérstofu þegar hún kemur til meistarans og gengur inn bakdyramegin!) En hvað með kaup á hótelum; kaupa fjárfestar hótel sér til skemmtunar? „Nei, kaupin á öllum þremur hótelunum í Kaupmannahöfn eru tekin á viðskiptalegum grunni eingöngu. Við erum fagfjárfestar í hörðum heimi viðskiptanna,“ segir Gísli. „Við hugsuðum okkur hins vegar ekki í byrjun að fara út í hótelrekstur, aðeins að kaupa fasteignirnar en láta aðra um reksturinn. En við sáum að það voru margir möguleikar á að hagræða í rekstrinum og auka hagnaðinn. Við stefnum á að auka rekstrarafganginn um 100 prósent á okkar fyrsta ári.“ Reka stundum alla Og hvernig hagræða menn í rekstri gróinna fyrirtækja án þess að það komi niður á þjónustunni? „Fyrsta skilyrði er að breytingar séu í sátt og samlyndi við helstu stjórnendur fyrirtækisins,“ segir Gísli. „Síðan er að leita að möguleikum á hagræðingu bæði í rekstrinum og í fjármögnun - í eðlilegri samvinnu við helstu stjórnendur og aðra starfsmenn okkar.“ Gísli segir líka að stundum hafi þeir hjá NP rekið alla gömlu stjórn- endurna í fyrirtækjum sem þeir hafa keypt. „Við hikum ekki við að reka alla ef við sjáum enga aðra möguleika og gefum ungu fólki tækifæri til að sýna sig og sanna,“ segir Gísli. „En það mikilvægasta við hagræðingu er að eigendurnir vinni með liðsheildinni.“ Og hvernig stjórnandi er Gísli? Er hann einn af þeim sem rekur helminginn af starfsfólkinu og bölsótast í hinum sem eftir eru? „Ég kann ekki að bölsótast svo það verður aldrei neitt úr því,“ segir Gísli og hlær. Samnýting með drottningunni Í Kaupmannahöfn eru hótelin þær eignir sem mesta athygli vekja. NP á þó fleira þar. Bak við höll drottningar – Amalíuborg – eru tvær stæðilegar byggingar með tíu lúxusíbúðum. Meðal almennings í Danmörku eru þær þekktar sem „Litla-Amalíuborg“. Arkitekt hallarinnar, Nicolai Eigtved, fékk að byggja þarna hús fyrir sig og sína. Það var um miðja 18. öld. Núna er hús hans í eigu A13 A/S – félags sem NP á. Sami maður teiknaði einnig Viðeyjarstofu auk margra helstu bygginga Kaupmannahafnar og er almennt talinn fremsti arkitekt Dana. Þarna eru tíu glæsiíbúðir, allar nýuppgerðar. Gísli og hans fjölskylda hefur eina, aðrir NP-félagar halda þarna einnig húsnæði og aðrar íbúðir eru leigðar út. Húsið stendur fast við bústað drottningar og Gísli gantast með að þau hafi sameiginlegt loftræstikerfi. Öryggisgæsla er einnig sameiginleg því varðmenn drottningar gæta einnig bakhússins! „Þetta var bara eins og ákveðið alla tíð. Auðvitað færi ég til Bandaríkjanna að læra viðskiptafræði þegar ég hefði aldur og þroska til.“ Forsíðuviðtal

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.