Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 39
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 39
n æ r m y n d a f þ ó r u n n i g u ð m u n d s d ó t t u r
tóta er afreksmanneskja
sem hefur gaman af
því að takast á við
erfið verkefni sem hún
leysir vel af hendi. Hún
hefur t.d. klifið bæði
Kilimanjaro og Kenýafjall
auk íslenskra fjalla eins
og Öræfajökuls.
málum sem eru í deiglunni og er einna
mest áberandi kvenlögmaður landsins.
Þórunn er sérstakur sérfræðingur í
samkeppnisrétti sem starfar einna helst
fyrir viðskiptalífið og vílar ekki fyrir sér
að taka að sér viðamikil og stundum
umdeild mál. utan vinnunnar er Þórunn
mikil fjallageit og útivistarmanneskja,
en hún má helst ekki sjá fjall hér- eða
erlendis því þá vill hún klífa það.“
Þórunn J. Hafstein:
Heilsteyptur gleðigjafi
„Við Þórunn kynntumst í lagadeildinni þar
sem við vorum í skemmtilegum vinahópi
sem hefur haldið hópinn síðan þá,“ segir
Þórunn J. Hafstein, skrifstofustjóri í
dómsmálaráðuneytinu. „Í háskólanum
lásum við saman í Lögbergi tímunum
saman og tókum mikinn þátt í félags- og
skemmtanalífinu þess á milli. Þórunn
er afskaplega heilsteypt, góð og traust
manneskja jafnt í leik sem starfi og
alltaf jafn skemmtileg. Hún er gleðigjafi
og hefur þau áhrif með nærveru sinni
hvar sem hún er að skemmtilegt fólk
verður enn skemmtilegra og leiðinlegt
fólk á einhvern undraverðan hátt einnig
þrælskemmtilegt. Þórunn er glaðsinna
og hressileiki hennar er smitandi, hún
er afar traustur og góður vinur og maður
veit alltaf hvar maður hefur hana. Þeir
eiginleikar sýna sig einnig hvernig
hún nálgast öll þau verkefni sem hún
tekur sér fyrir hendur. Þau eru unnin
af heiðarleika og dugnaði. Þá er hún
dugleg og náttúrulega algjör hetja eins
og sannast best á fjallgöngunum sem
hún hefur farið í út um allan heim. Við
Þórunn umgöngumst mikið og finnst gott
að hittast og spjalla saman. Þá erum
við saman í gourmet matarklúbbi sem
reyndar hefur að vísu breyst í gourmet
skyndibitaklúbb í önnum dagsins en hann
er ekkert síðri fyrir það.“
sunnanverð afríka heillandi
Þórunn, sem er ógift og barnlaus,
nýtir frítímann vel og hefur gaman
af ýmiss konar útivist, hreyfingu
og ferðalögum. Hún er meðlimur í
mjög merkum sex manna félagsskap
sem kallast Jöklarannsóknadeild
landlæknis og fer yfirleitt á hverju
vori í skíðagönguferð á einhvern
jökulinn, en á þeim ferðum hefur
hún mætt vályndum veðrum og lent
í ýmsum uppákomum. Þá fer hún í
ræktina fimm sinnum í viku.
Þórunn hefur gaman af því að
ferðast til framandi landa og segir
að sunnanverð Afríka hafi fangað
sig algjörlega. Þangað fór hún fyrst
árið 2003 og hefur nú farið í fimm
ferðir þar sem hún hefur klifið
Kilimanjaro og Kenýafjall og farið
í safaríferðir. Þá eyddi hún síðustu
jólum og áramótum hjá Sigurði
bróður sínum og Sigríði konu hans
í Malaví þar sem þau bjuggu og í
ágúst síðastliðnum heimsótti hún
þau á nýjan leik og fór með þeim til
Sambíu og að Viktoríufossunum.