Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Qupperneq 43

Frjáls verslun - 01.09.2007, Qupperneq 43
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 43 „Ég sé fyrir mér að kjaraviðræðurnar verði erfiðar. Það eru uppi harðar kröfur um að bæta kjör þeirra lægst launuðu, að launaskriðið, sem hefur verið einkennandi á vinnumarkaði, nái líka til þeirra sem vinna að umönnun og í frumframleiðslunni,“ segir Signý. „Ég sé ekki að þessi mál verði leyst eingöngu með viðræðum launþega og vinuveitenda. Ríkisvaldið hlýtur að koma þar inní eins og reyndar alltaf er. En þetta verður þungt,“ segir Signý. passa börn eða telja peninga „Og þunginn kemur af því að allir sem vilja sjá sjá vaxandi misskiptingu í þjóðfélaginu,“ segir Signý. „Fólki finnst það einfaldlega óréttlátt að það sé betur borgað að telja peninga en að passa börn.“ Þjóðfélagið breytist ört. Hagkerfið er að breytast úr framleiðsluhagkerfi í peningahagkerfi þar sem það að höndla með peninga er sjálf tekjulindin. Laun fólks sem vinnur í bönkum og öðrum peningastofnunum hækka örar en laun annarra. Fiskvinnslan situr eftir. Ófaglært fólk á leikskólum, á sjúkrahúsum og í umönnunarstörfum situr eftir. Óánægjan kemur upp á yfirborðið hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Hjá Starfsgreinasambandinu var þessum breytingum lýst svona í ályktun í haust: „Hagkerfið á Íslandi er fjórklofið; svarta hagkerfið, verðtryggða krónuhagkerfið, óverðtryggða krónu- og okrarahagkerfið og loks evruhagkerfi viðskiptalífsins sem þarf að eiga ábyggileg samskipti við útlendinga erlendis.“ „Sumir njóta góðærisins og launaskriðs vegna þess að það vantar vinnuafl. Aðrir verða bara varir við aukið vinnuálag og eru að gefast upp,“ segir Signý. „Þetta er bæði vandi ríkisstjórnarinnar og vandi einstakra starfsgreina og verður ekki leystur nema með þríhliða viðræðum,“ segir Signý. „Þetta verður heitur vetur.“ Ætlar ingibjörg að bjóða sig fram til forseta að ári, ef grétar Þorsteinsson hættir, og verða fyrsta konan í forsetaembætti asÍ? Þeirri spurningu svarar hún einfaldlega: „eitt ár er langur tími.“ á t ö k i n í a s í Ingibjörg R. Guðmundsdóttir. Verður hún fyrsti kvenforseti ASÍ? starfsGreinasambandið Niðurstaðan er að þótt starfsgreinasambandið sé stærsta sambandið innan asÍ og það samband sem er í mestum vexti þá er styrkur þess minni en samiðnar, samtaka iðnaðarmanna, og landsambands íslenzkra verzlunarmanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.