Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Page 44

Frjáls verslun - 01.09.2007, Page 44
fréttaskýring: gísli kristjánsson Myndir: geir ólafsson o. fl. 35 (+/-) kynslóðin. Það er ný kynslóð stjórnmálamanna, sem á næstu árum tekur við stjórn landsins. Kynslóð sem sumir vilja kalla rEi-krakkana. Eins og dagur B. Eggertsson borgarstjóri er þetta fólk fætt árið 1972 og á árunum þar í kring. Hæfileikaríkt dugnaðarfólk? Eða bara dekurbörn sem aldrei hafa dýft hendi í kalt vatn? aldrei gert að fiski? aldrei ekið hjólbörum í steypuvinnu? 44 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 Ný, uNG, meNNtuð oG málGlöð kyNslóð í ísleNskum stjórNmálum: 35 í pólitík Þ essi kynslóði er orðin umtöluð í stjórnmálum sem og innan viðskiptalífsins. Þetta er fólk sem er í kringum 35 ára. Fólkið sem bylti gömlu borgarstjórninni og myndaði þá nýju á mettíma er einmitt á þessum aldri. Sumir segja að þetta sé ekki 35 (+/-) kynslóðin heldur SMS-kynslóðin. Hvað um það? Innan viðskiptalífsins á Íslandi er farið að ræða um þessa kynslóð sem harða og heimtufreka – en að sama skapi duglega og metnaðarfulla. Sumir taka svo djúpt í árinni að segja að hún geri meiri kröfur til annarra en sjálfrar sín. Kannski hefur fólk á þessum aldri alltaf verið í brennideplinum og þótt frekt; það er að stugga við þeim eldri og það getur virst ögrandi. Hvaða um það. Orkuveitumálið, samruni REI og GGE, útrásin, sprunginn meirihluti borgarstjórnar og „gamli maðurinn“, oddvitinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, í valnum. Þetta er talsvert á skömmum tíma og ástæða þess að athyglin beinist nú að hinni nýju kynslóð í stjórnmálunum, kynslóð sem er að verða áberandi í Sjálfstæðisflokknum sem og í öðrum flokkum. Þetta er fólkið, sem síðustu árin hefur vakið athygli hins almenna kjósanda smátt og smátt, en er nú skyndilega orðið að miðdepli umræðunnar. Hvaða fólk er þetta? Hverjir eru verðleikar þess og veikleikar? Er þetta samstæður hópur með sameiginleg + –

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.