Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 61

Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 61
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 61 s t j ó r n u n Fjórir nÝir FOrSTjórar Sigurður Egill Ragnarsson er fæddur árið 1957 í Reykjavík, en foreldar hans eru þau Markúsína Guðnadóttir hárgreiðslumeistari og Sveinn Ragnar Oddgeirsson, sem bæði eru látin, en faðir hans lést þegar Sigurður Egill var innan við tveggja ára gamall. Hann á eina systur, Helenu, þannig að fjölskyldan var lítil og náin. Þau ólust þau upp í Voga- og Heimahverfinu þar sem þau gengu í skóla, en Sigurður Egill fór síðan í Menntaskólann við Tjörnina og síðan Háskóla Íslands, þaðan sem hann útskrifaðist úr viðskiptafræði árið 1982. Hann byrjaði að vinna hjá BYKO sem sumarstrákur í porti á Kársnesbrautinni árið 1973 og hefur unnið þar alla sína hunds og kattartíð, eins og hann segir sjálfur, en hann hóf fullt starf hjá BYKO árið 1981 meðfram háskólanámi. Fyrirtækið breyst og stækkað „Ég hef fyrst og fremst starfað á byggingasviðinu eins og við köllum það, það er að segja því sviði sem snýr að verktökum og fagmönnum og grófum vörum eins og timbri, stáli, plötum og öðru slíku, og var framkvæmdastjóri þar frá árinu 1984. Ég þekki hins vegar alla innviði fyrirtækisins mjög vel, enda sat ég í mörg ár í stjórn BYKO hf. og sit í dag í stjórn Norvíkur og kemur það sér einkar vel í starfi mínu, en þegar Ásdís Halla ákvað að snúa sér að öðrum verkefnum bauðst mér þetta starf. Fyrirtækið hefur breyst mikið í áranna rás og stækkað gríðarlega, ekki síst síðustu árin og hefur reksturinn hefur alla tíð gengið vel,“ segir Sigurður Egill. Hvaða verkefni eru framundan? Nú hefur BYKO nýlega opnað nýja verslun í Kauptúni sem nær yfir tæpa 13.000 m2 og er stærsta byggingavöruverslun landsins undir einu þaki. Þetta hefur verið viðamikið verkefni í alla staði og stór áfangi. Næst er að klára tvö önnur verkefni sem eru komin í gang, byggingu tæplega 15.000 m2 vöruhúss í Skarfagörðum, enda fyrra húsnæði löngu sprungið, og opnun nýrrar verslunar næsta vor að Fiskislóð vestur á Granda, en í framhaldi því verður verslun okkar við Hringbraut lokað. Við munum einnig flytja leigumarkaðinn okkar í Hafnarfirði á milli húsa fyrri hluta næsta árs, en hann fer í húsnæðið sem verslunin okkar var í. Við erum því að stækka töluvert við okkur og lykilatriðið í því er að passa upp á að viðskiptavinirnir fái góða þjónustu hjá okkur og til þess þarf hæft og gott starfsfólk. Við erum svo sannarlega með mikið af slíku fólki hjá BYKO og okkur hefur haldist vel á starfsfólki í gegnum tíðina. Fjölskyldan og ferðalög Sigurður Egill er kvæntur Bryndísi S. Halldórsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjá syni, Svein Ragnar og Gunnar Emil, sem eru 17 ára tvíburar, og Brynjar Geir, 12 ára. Fjölskyldan hefur mjög gaman af því að ferðast saman og fara á skíði auk þess sem Sigurður Egill hefur gaman af því að tefla. Þá á hann afar traustan vinahóp sem þekkst hefur síðan á barnaskólaárunum og nýtur samvista við hann. Hæft starfsfólk lykilatriðið SIGURðUR EGILL RAGNARSSON, NýR FORSTjóRI BYKO: Sigurður Egill Ragnarsson, nýr forstjóri BYKO.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.