Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 62

Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 s t j ó r n u n Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, er fæddur í Reykja- vík þann 10. febrúar 1976. Hann útskrifaðist úr viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og var starfandi með námi, fyrst sem sérfræðingur í greiningadeild þáverandi Íslandsbanka og síðar hjá Alþjóða líftryggingafélaginu sem síðar varð Kaupþing líftryggingar. Eftir útskrift var Sigurður ráðinn sem fjármálastjóri hjá Kaupþingi líftryggingum og starfaði sem slíkur til ársins 2005, þegar hann tók við fjármála- og vátryggingasviði, auk þess að starfa sem staðgengill forstjóra. Spennandi tækifæri Sigurður segir aðdraganda þess að hann var ráðinn til TM hafa verið mjög skamman. Jón Sigurðsson, aðstoðarforstjóri FL Group, hafi heyrt af sér og því haft samband og viðrað hugmyndina við sig. „Þetta var spennandi tækifæri fyrir mig og starfið kemur inn á svið sem ég þekki vel til þar sem ég hef alla mína starfsævi starfað í fjármála- og tryggingageiranum,“ segir Sigurður. Hann segir að vissu leyti hafa verið erfitt að láta af störfum hjá Kaupþingi líftryggingum og ef til vill hefði legið beinast við að taka þar við forstjórastarfi, en hjá TM bíði stærri verkefni og því hafi hann aldrei verið í vafa um ákvörðunina. Hver eru helstu verkefnin sem liggja fyrir? „Stærsta verkefnið er að ná viðunandi afkomu í vátrygginga- starfseminni. Þetta hefur verið helsta vandamál félagsins hingað til og ég tel að ég hafi verið fenginn í starfið vegna bakgrunns míns í slíkri starfsemi. Fyrsta verkefnið er því klárlega að skoða hvernig við getum bætt okkur á þessu sviði og að endurskipuleggja endurtryggingasamninga,“ segir Sigurður. ekkert baktjaldamakk Ekki er sjálfgefið að öllum líki vel í stjórnunarstöðum en Sigurður segir að slíkt hafi ætíð átt vel við sig, enda hafi hann í sjálfu sér verið í stjórnunarstöðu frá upphafi starfsferils síns. Aðspurður hvað einkenni góðan stjórnanda er Sigurður skjótur til svars og segir hreinskilni vera lykilatriði þar sem mun betra sé að hafa öll mál uppi á borðinu og sleppa baktjaldamakki. Hvernig leggst starfið í þig nú í byrjun? „Það leggst vel í mig að koma til starfa hjá fyrirtækinu þótt vissulega komi ég úr öðruvísi og opnara vinnuumhverfi þar sem maður er í nánum samskiptum við sitt samstarfsfólk. Hér er þetta meira eins og í gamla daga þar sem maður hefur til umráða stóra forstjóraskrifstofu og er ekki í jafnmiklum samskiptum við hinn almenna starfsmann. Ég vil vera á gólfinu ef svo má segja og í samskiptum við fólkið sem ég er að vinna með. Þetta er því eitthvað sem ég myndi vilja breyta og koma á nútímalegri vinnukúltúr í fyrirtækinu. Að öðru leyti mun ég leggja áherslu á að reka arðsaman vátryggingastofn og þá með frekari áherslu á arðsemi heldur en markaðshlutdeild. Golf og útivist „Það er annasamur tími framundan en ég nota hvert tækifæri til að eyða tíma með eiginkonunni og syninum. Síðan hef mjög gaman af því að spila golf á sumrin og á veturna fer ég mikið á fjöll á vélsleða og jeppa, ég er mikill útivistarmaður og nýt þess að komast út fyrir borgina,“ segir Sigurður að lokum. Hreinskilni er lykilatriði Sigurður Viðarsson, nýr forstjóri TM. SIGURðUR VIðARSSON, NýR FORSTjóRI TM:

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.