Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 63

Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 63
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 63 s t j ó r n u n Guðmundur Örn Gunnarsson mun taka við starfi forstjóra VÍS í upphafi næsta árs. Guðmundur er fæddur árið 1963 og uppalinn í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi hélt hann til Kaupmannahafnar og nam stærðfræði um tíma eða þar til hann hóf störf hjá Tryggingamiðstöðinni árið 1984. Hann kenndi einnig stærðfræði við Menntaskólann við Sund veturinn 1984-1985. Guðmundur fékkst við ýmis stjórnunarstörf hjá TM, lengst af í upplýsingatæknideild, en einnig sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og síðar viðskiptaþróunar. Því starfi gegndi hann uns honum bauðst af taka við forstjórastarfi hjá VÍS. Víðtæk reynsla Guðmundur segir að haft hafi verið samband við sig til að kanna hvort hann væri reiðubúinn til þess að taka starfið að sér. Vísað hefði verið í víðtæka reynslu hans á tryggingasviði og sér hefði strax fundist þetta spennandi áskorun til að takast á við. „Í byrjun starfsferils míns voru tölvurnar að ryðja sér til rúms og ég var mikið viðloðandi tölvumál í byrjun. Sú reynsla hefur síðan nýst mér vel í þeim mismunandi verkefnum sem ég hef tekið að mér eftir það,“ segir Guðmundur. Hver eru helstu verkefnin sem liggja fyrir? „Mitt starf felur í sér að efla VÍS enn frekar og halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið hér á síðustu árum. Í þessu felst að snúa afkomu af vátryggingum úr því tapi sem verið hefur á undanförnum árum, líkt og hjá öðrum tryggingafélögum hér á landi, og sjá til þess að það verði eðlileg afkoma af vátryggingastarfsseminni til framtíðar. Í öðru lagi hefur VÍS verið framarlega í forvarnastarfi og við ætlum að halda áfram á þeirri braut að reyna að koma í veg fyrir tjónin, því það er náttúrlega öllum til heilla,“ segir Guðmundur. dreifing valds Aðspurður hvernig honum líki að taka við forstjórastarfinu segir Guðmundur að til þess að hlutir gangi upp í fyrirtæki af þeirri stærðargráðu sem VÍS er, sé mikilvægt að hafa gott stjórnunarteymi í kringum sig. „Það sem einkennir góðan stjórnanda er að kunna að dreifa valdinu til samstarfsmanna,“ segir Guðmundur. Hvernig leggst starfið í þig nú í byrjun? „Það er áskorun að koma inn í nýtt fyrirtæki þar sem maður þarf að tileinka sér nýja vinnuhætti, sem eru hvorki verri né betri en maður er vanur, einfaldlega öðruvísi. Það er mikill kostur fyrir mig að koma inn í félag sem hefur verið byggt upp jafn vel og raun ber vitni af Ásgeiri Baldurs, forvera mínum hjá VÍS. Auðvitað fylgja nýir siðir nýjum herra en engra róttækra breytinga er þörf innan fyrirtækisins. Ég legg áherslu á að vinna náið með fólki og virkja þær hugmyndir sem eru til staðar innan fyrirtækisins. Þá býst ég við að í nánustu framtíð verði lögð áhersla á öfluga upplýsingatækni og ég sé þar ákveðin sóknarfæri. Ég mun hefja störf strax eftir áramót og mun í fyrstu einbeita mér að því að kynnast vel fyrirtækinu og starfsfólkinu. Í framhaldi af því koma svo áherslurnar í ljós,“ segir Guðmundur. Ferðalög og skíði „Ég nýti frítímann með fjölskyldu og vinum, ég er kvæntur og á þrjú börn og förum við fjölskyldan saman á skíði og ferðumst,“ segir Guðmundur að lokum. áhersla á að vinna náið með fólki Guðmundur Örn Gunnarsson, nýr forstjóri VÍS. GUðMUNDUR öRN GUNNARSSON, NýR FORSTjóRI VÍS:

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.