Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 71

Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 71
„Eftirminnilegustu jólin sem ég hef upplifað voru jólin 2004, en pabbi minn lést rétt fyrir hátíðirnar,“ segir Hanna Birna Jóhannesdóttir, eigandi Exó. „Ég hef alltaf elskað jólin og aðventuna, elskað jólalögin sem spiluð eru í útvarpinu, grenilyktina, jólaljósin, jólakortaskrifin og jólakaffihúsaferðirnar. En fyrir þessi jól var faðir minn jarðaður, 21. desember, eftir tveggja mánaða baráttu upp á líf og dauða. Þegar athöfninni var lokið voru einungis þrír dagar til jóla og þá áttaði ég mig á því hvað allt það sem áður var tilhlökkunarefni og mikil upplifun fór nú hræðilega í taugarnar á mér. Ég þoldi ekki jóladótið og allt tilstandið, mátti ekki heyra jólatónlist í útvarpinu án þess að finna til pirrings og slökkva. Ef ég fór inn í verslun þar sem spiluð var jólatónlist sneri ég við og labbaði út. Mér leið eins og ég væri í vitlausu boði. Þetta passaði einhvern veginn alls ekki. Mitt líf hafði verið á spítalanum síðustu mánuðina, ekkert annað hafði komist að og mér fannst þetta allt saman skrum og hræsni og í engum tengslum við minn veruleika. Þremur dögum fyrir jól var ég gersamlega úrvinda eftir vökur síðustu mánaða, átti eftir að gera allt fyrir jólin, kaupa jólagjafir, jólamatinn, athuga með jólafötin á fjölskylduna, skrifa jólakort og undirbúa boðið fjölmenna á gamlársdag. Einhvern veginn hafðist þetta þó allt á endanum, þótt hugurinn væri víðs fjarri, og jólin héldu innreið sína. Við fjölskyldan héldum þétt hvert um annað, því auðvitað voru allir jafn brotnir, og pössuðum sérstaklega vel upp á mömmu sem átti svo erfitt. Í minningunni eru þetta sorglegustu jól sem ég hef lifað, en jafnframt þau kærleiksríkustu. Allir gáfu svo mikið af sér, fólk faðmaðist sífellt og huggaði hvert annað og kærleikurinn streymdi um húsið.“ Hanna Birna Jóhannesdóttir, eigandi Exó: Sorglegustu og kærleiksríkustu jólin Jólin koma F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 71 Hanna Birna Jóhannesdóttir.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.