Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Síða 80

Frjáls verslun - 01.09.2007, Síða 80
Lífsstíll 80 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 KvIKmYNdIr: hiLmar karLsson þess að hann sat saklaus í fangelsi heldur einnig vegna þess hversu illa fór fyrir eiginkonu hans og dóttur meðan hann sat inni. Hefnd hans beinist fyrst gegn dómaranum sem dæmdi hann og vindur svo upp á sig þegar hann opnar aftur rakarastofu þar sem hann, eins og segir í laglínunni: „klippti herramenn sem svo hurfu og ekkert var vitað um meir.“ Litríkur söngleikjahöfundur Í titilhlutverkinu í Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street er Johnny Depp og er myndin sú sjötta sem hann og Tim Burton gera saman. Fyrir eru Edward Scissorhands, Ed Wood, Sleepy Hollow, Charlie and the Chocolate Factory og teiknimyndin Corpes Bride. Í öðrum hlutverkum eru Helena Bonham Carter (sambýliskona Tim Burtons) sem leikur frú Lovett sem veit allt um Sweeney Todd og matreiðir ómótstæðilegar kjötbollur, hvaðan hún fær hráefnið er svo annað mál. Í hlutverki dómarans, Turpins, sem sendir Todd í steininn, er Alan Rickman, Timothy Spall er hinn illgjarni aðstoðarmaður dómarans, Beedle Bamfords, og Sacha Baron Cohen leikur rakarann Signor Adolfo Pirelli sem á í harðri samkeppni við Sweeney Todd. Tónlist Stephens Sondheim, sem einnig samdi textana við lögin, er vel þekkt og kannski fremur óperettutónlist en hefðbundin söngleikjatónlist. Sondheim er fæddur 22. mars 1930 og hefur komið víða við á löngum ferli og samið tónlist við margar kvikmyndir. Hann varð fyrst þekktur 1957 þegar hann samdi texta við tónlist Leonard Bernsteins í West Side sweeney Todd - rakari Johnny Depp í hlutverki Sweeney Todds og Helena Bonham Carter í hlutverki Lovett á neðri hæðinni. s ú kvikmynd, sem mun vekja hvað mesta athygli í desember, er Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street í leikstjórn Tim Burtons. Um er að ræða kvikmyndagerð söngleiks sem farið hefur sigurför um heimsbyggðina frá því hann var fyrst sýndur á Broadway 1979. Var hann sýndur í Íslensku óperunni fyrir nokkrum árum. Höfundur söngleiksins, Stephen Sondheim, samdi söngleikinn upp úr leikriti Christopher Bonds, sem frumsýnt var 1973, en áður höfðu margar sögur verið skrifaðar um Sweeney Todd og nokkrar kvikmyndir og sjónvarpsmyndir verið gerðar. Síðustu sjónvarpsútgáfuna gerði BBC í fyrra og 1998 leikstýrði John Schlesinger Ben Kingsley í sjónvarpsmynd sem hét The Tale of Sweeney Todd. Er mynd Tim Burtons sú áttunda sem gerð er. Tim Burton er kjörinn til að leikstýra Sweeney Todd. Burton er að vísu ekki þekktur sem leikstjóri söngleikjakvikmynda en fjölbreytni hefur einkennt feril hans þó svo segja megi að allar hans kvikmyndir hafi dökkan undirtón. Það umhverfi sem Sweeney Todd lifir í á vel við stíl Burtons. Sögusviðið er London á síðari hluta nítjándu aldar og hefur Lundúnaþokan aldrei verið þykkari. Sagan er í stuttu máli sú að rakarinn Sweeney Todd er ranglega ákærður fyrir glæp. Þegar hann sleppur út er hann í hefndarhug, ekki aðeins vegna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.