Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Qupperneq 81

Frjáls verslun - 01.09.2007, Qupperneq 81
Lífsstíll F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 81 sweeney Todd - rakari Story og í fáein ár eftir það fékkst hann að mestu við textagerð, meðal annars við söngleikinn Gypsy. Ekki nægði honum textagerðin ein og 1962 sendi hann frá sér söngleikinn A Funny Thing Happened on the Way to the Forum og í kjölfarið fylgdu nokkrir söngleikir sem var misvel tekið. Frægastir eru Company, Follies og A Little Night Music, sem byggður er á kvikmynd eftir Ingmar Bergmann. Þess má svo geta að Stephen Sondheim er einn fárra eða jafnvel sá eini sem hefur fengið Óskarsverðlaun, Tonyverðlaun, Grammyverðlaun og Pulitzerverðlaun og það oftar en einu sinni. Tonyverðlaunin hefur hann fengið sjö sinnum og hefur enginn tónlistarmaður fengið þau jafn oft. Tim Burton Tim Burton skaust fram á sjónarsviðið með hinni ágætu gamanmynd Beetle Juice (1988) með Michael Keaton í aðalhlutverki. Næsta kvikmynd Burtons, Batman (1989), einnig með Michael Keaton, gerði þá báða að stjörnum í Hollywood. Batman er þó kvikmynd Burtons sem honum er meinilla við. Hann leikstýrði Batman Returns (1992), sem var mun meira í anda hans síðari mynda og féll hún ekki í kramið hjá stórmyndaframleiðendum í Hollywood og fékk Burton ekki annað tækifæri í þeim myndaflokki. Hann þurfti svo sem ekkert á því að halda þar sem í millitíðinni hafði hann gert Edward Scissorhands (1990) sem náði miklum vinsældum og þar hófst farsælt samstarf hans og Johnny Depp. Þegar Burton var ekki lengur háður Batmanmyndunum gat hann snúið sér að draumaverkefni sem hann hafði lengi alið með sér, kvikmynd um misheppnaðasta kvikmyndaleikstjóra sem uppi hefur verið, Edward D. Wood jr. Myndin hét einfallega Ed Wood og fékk góða dóma og er af mörgum talin besta mynd Burtons, en áhorfendur létu sig vanta, meðal annars vegna þess að hún var í svart/hvítu. Ferill Tim Burtons hefur síðan verið á þá leið að önnur hver mynd hans virðist slá í gegn, en allar vekja þær þó ómælda athygli. Kannski eru það teiknimyndirnar hans tvær, The Nightmare Before Christmas og Corpse Bride, sem fengið hafa bestu viðtökurnar hjá almenningi og sú fyrrnefnda, sem hann að vísu leikstýrði ekki sjálfur, enda leynir handbragðið sér ekki, er orðin klassísk jólamynd og ný útgáfa af henni, sem nefnist Tim Burton’s Nightmare Before Christmas, er komin á lista yfir vinsælustu kvikmyndir vestan hafs um þessar mundir. Tim Burton er þegar farinn að undirbúa sína næstu kvikmynd, The Spook Aprentice, sem fjallar um tíu ára dreng á átjándu öld sem er að læra að verða særingamaður. nn djöfulóði Guðbjörg Glóð Logadóttir, einn af eigendum Fylgifiska og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að sér finnist hrár fiskur mjög góður. Hér fylgir einmitt uppskrift þar sem hrár fiskur er í aðalhlutverki. „Breyta má uppskriftinni með því að bæta sojasósu og eða teriyaki sósu saman við og þá er komin gjörólík útfærsla.“ Sítrusleginn hrár fiskur (forréttur fyrir fjóra) 200 g rauðspretta, roðlaus og beinlaus 200 g lax (eða silungur), roðlaus og beinlaus 1 stk. sítróna 1 stk. límóna 1 stk. appelsína 1 msk. rifinn sítrónubörkur 1 msk. rifinn appelsínubörkur 1 msk. hrísgrjónaedik ½ búnt kóriander sjávarsalt svartur pipar Byrjið á að rífa börkinn á appelsínunni og sítrónunni með þar til gerðu rifjárni en gætið þess að hvíti hlutinn fari sem minnst með. Þær eru síðan skornar í tvennt og safinn kreistur úr þeim ofan í skál ásamt safanum úr límónunni. Hrísgrjónaedikinu er bætt saman við og piparinn mulinn yfir ásamt söxuðum kóriander. Fiskurinn er skorinn í strimla og settur í skálina. Gott er að láta fiskinn liggja í um klukkutíma en einnig má dýfa honum hráum út í og borða strax, allt eftir stað og stund. Mjög gott að setja klettasalat undir áður en rétturinn er borinn fram. Sælkeri mánaðarins: síTruslegið sælgæTi Guðbjörg Glóð Logadóttir er sælkeri mánaðarins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.