Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Page 82

Frjáls verslun - 01.09.2007, Page 82
Lífsstíll Erla Sólveig Óskarsdóttir. „Stóllinn er nútímalegur en hefur jafnframt skírskotun í gamla tímann en við hönnunina hafði ég í huga gamlan borðstofustól á æskuheimili mínu.“ Erla sólveig óskarsdóttir, húsgagna- og iðnhönnuður, hefur hannað húsgögn í heimsklassa sem framleidd eru og seld víða um heim. í þeirra hópi er stóllinn amEs EINN sem hér á landi er seldur í versluninni Epal auk þess að fást á fleiri Norðurlöndum, í bandaríkjunum, suður-ameríku og japan. stóllinn fæst í ýmsum litum – rauður, gulur, hvítur, svartur, brúnn og blár. í stíl við stólinn, sem nota má bæði inni og úti, hefur hún hannað barstól og kaffihúsaborð. „stóllinn er nútímalegur en hefur jafnframt skírskotun í gamla tímann, en við hönnunina hafði ég í huga gamlan borðstofustól á æskuheimili mínu.“ við hönnunina á amEs EINUm hafði Erla sólveig notagildi í huga – hún vill ekkert óþarfa skraut þegar kemur að Hönnun: aMes einn Stóllinn AMES EINN sem seldur er í ýmsum löndum. hönnuninni. „Þá kýs ég lífræn form, ég hef engan áhuga á beinum línum.“ amEs EINN hlaut fyrr á þessu ári fyrstu verðlaun í virtri hönnunarsamkeppni í Kólum- bíu, Premo lapiz acero. í kjöl- far þessara verðlauna hefur stóllinn fengið mikla umfjöllun í fagtímaritum í suður-ameríku. BÍóMOLAR Í fótspor föðurins Dóttir Clint Eastwoods, Allison, hefur leikið í einum tuttugu kvikmyndum, þar af nokkrum með föður sínum. Ekki hefur hún náð merkilegum áfanga á leiklistabrautinni og fetar nú í fótspor föðurins og hefur leikstýrt sinni fyrstu kvikmynd, Rails & Ties, sem var frumsýnd í byrjun nóvember og hefur fengið góðar viðtökur. Fjallar myndin um járnbrautarstjórnandann Tom og eiginkonu hans Megan. Líf þeirra breytist þegar lest sem Tom stjórnar keyrir á bíl sem hefur stöðvast á teinunum. Í bílnum eru móðir og sonur, móðirin deyr. Sonurinn lifir slysið af og kennir Tom um að hafa valdið því en þegar leiðir þeirra liggja saman tekur sagan óvænta stefnu. Kevin Bacon og Marcia Gay Harden leika Tom og Megan og óþekktur leikari, Miles Heizer, leikur drenginn. Allison Eastwood ræðir við hinn unga Miles Heizer meðan tökur fóru fram á Rails & Ties. Grace er látin Kvikmyndir sem fjalla á einhvern hátt um stríðið í Írak hafa ekki fengið góða aðsókn í Bandaríkjunum. Hvort örlög Grace Is Gone verða þau sömu á eftir að koma í ljós í byrjun desember þegar hún verður sett á markaðinn. Það eru þó ekki fyrstu sýningar á myndinni en hún fékk tvenn verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni fyrr á þessu ári. Fjallar myndin um Stanley (John Cusack), sem er heima með tvær dætur á meðan eiginkonan gegnir herþjónustu í Írak. Þegar þær fréttir berast að hún hafi látist í stríðinu fer hann í ferðalag með dætur sínar til Florida þar sem hann vonar að umhverfið henti betur þegar þær þurfa að takast á við þá staðreynd að móðir þeirra mun ekki koma aftur. Leikstjóri Grace Is Gone og handritshöfundur er James C. Strouse og er myndin frumraun hans. Ást í fimmtíu ár Mike Newell, sem síðast leikstýrði Harry Potter and the Goblet of Fire, er á allt öðrum slóðum í nýjustu kvikmynd sinni, Love in the Time of Cholera, en hún er gerð eftir rómaðri skáldsögu Gabriel Marcia Marquez sem kom út 1985 og árið eftir í íslenskri þýðingu Guðbergs Bergssonar, Ástin á tímum kólerunnar. Handritið skrifaði Ronald Harwood, sem skrifaði handritin að The Pianist, Being Julia og útgáfu Roman Polanskis af Oliver Twist. Myndin gerist á fimmtíu árum og hefst þegar hinn 80 ára gamli Urbino deyr af slysförum. Daginn sem hann er jarðaður kemur fram á sjónarsviðið Fiorentino Arizia og í ljós kemur að hann hefur verið ástfanginn af ekkjunni Fermina Daza í fimmtíu ár. Í kjölfarið fer Mike Newell með okkur í fortíðina í nokkrum atriðum þar sem við kynnumst betur Fiorentino og ást hans til Ferminu. Í aðalhlutverkum eru Javier Bardem, Benjamin Bratt og Giovanna Mezzogiorno, ítölsk leikkona sem hefur ekki áður leikið í enskumælandi kvikmynd. 82 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.