Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Síða 88

Frjáls verslun - 01.09.2007, Síða 88
Fólk 88 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 L itir og föndur sérhæfir sig í smásölu og innflutningi á myndlistarvörum og föndurvörum. Verslanir eru á Skólavörðurstíg 12 og Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Litir og föndur / Handlist er í eigu Guðfinnu Önnu Hjálmarsdóttur og Gríms Jóhanns Ingólfssonar. Guðfinna keypti fyrirtækið 1979, en það var upphaflega stofnað 1948 og hét þá Skiltagerðin: „Í gegnum árin höfum við keypt nokkur fyrirtæki sem sameinast hafa rekstrinum, listmálaradeild Málarans, föndurdeild Tiffanys og brúðkaupsveisluleigu og föndurdeild Völusteins.“ Guðfinna er menntuð í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Hún heldur námskeið í listmálun, lita- og formfræði, kertaskreytingum og öðru er tengist vörum fyrirtækisins: „Ég var 12 ára þegar ég fór fyrst í Myndlistarskólann í Reykjavík. Þegar ég var komin með fjölskyldu hélt ég þar áfram og fékk tilsögn hjá mörgum góðum myndlistarmönnum, einnig starfaði ég í Myndlistaklúbbi Seltjarnarness sem var mjög virkur í þá daga. Það var svo 1998 sem ég lét gamlan draum rætast og fór í framhaldsnám og útskrifaðist fjórum árum síðar með BA- gráðu í listum frá Listaháskóla Íslands.“ Þegar Guðfinna hóf nám í LHÍ urðu talsverðar breytingar hjá fyrirtækinu: „Á Skólavörðustígnum sér Hjálmar sonur okkar núorðið um verslunina, innflutninginn og skrifstofuvinnuna. Við vinnum svo öll saman varðandi ákvarðanatökur, vöruinnkaup og annað er varðar reksturinn. Grímur er lærður húsgagnasmiður, hans starf er margvíslegt, aðallega uppstrekkingar á málarastriga fyrir myndlistarfólk. Síðan við opnuðum verslunina í Kópavogi hef ég að mestu verið þar við störf. Með kaupum okkar á Veisluleigunni hefur sumarverslunin lifnað við. Ég nýt þess að aðstoða og þjóna viðskiptavinum okkar við undirbúning varðandi brúðkaupsveislur og fermingar.“ Vinnan og áhugamálin tengjast órjúfanlegum böndum hjá Guðfinnu: „Það eru að verða þrjátíu ár síðan ég fór út þennan bransa og ég hef alltaf jafn gaman af að vera í vinnunni. Í gegnum vinnuna hef ég kynnst mörgu góðu fólki sem hefur fylgt okkur öll þessi ár, auk þess sem alltaf er bætast við traustan viðskiptahópinn. Ég finn mér alltaf tíma til að mála og hef yfirleitt haldið eina sýningu á ári.“ Við hjónin höfum mjög gaman af að ferðast og erum búin að fara út um allan heim, bæði troðnar og ótroðnar slóðir. Oft hefjast ferðalögin á vörusýningum, síðan nýtum við ferðina til að fara á áhugaverða staði. Við eigum sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur og njótum verunnar í óspilltri náttúrunni hvenær sem tækifæri gefst. Við eigum eina dóttur, tvo syni og 10 yndisleg barnabörn sem lífga heldur betur upp á tilveruna. Ekki má gleyma minnstu fjölskyldumeðlimunum sem eru tveir japanskir smáhundar sem njóta þess að vera með okkur og barnabörnunum.“ Nafn: Guðfinna Anna Hjálmarsdóttir. Fæðingarstaður: Reykjavík, 30. nóvember, 1948. Foreldrar: Þórunn Guðrún Thorlacius og Hjálmar Axel Jónsson. Maki: Grímur Jóhann Ingólfsson. Börn: Þórunn Ragnheiður, 42 ára, Hjálmar Axel 40 ára og Vilhjálmur Árni, 34 ára. Menntun: BA í listum frá Listaháskóla Íslands. Guðfinna anna Hjálmarsdóttir Guðfinna Anna Hjálmarsdóttir: „Það eru að verða þrjátíu ár síðan ég fór út þennan bransa og ég hef alltaf jafn gaman af að vera í vinnunni.“ verslunareigandi, Litir og föndur / Handlist
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.