Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Page 12

Frjáls verslun - 01.09.2005, Page 12
FRÉTTIR 12 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 S íminn er markaðs- fyrirtæki ársins 2005. Þetta var tilkynnt á verðlaunahátíð ÍMARK á dögunum, en auk Sím- ans voru Stöð 2 og CCP tilnefnd. „Alveg er sama hvert litið er, Síminn er alls staðar í sókn,“ sagði Elísabet Sveinsdóttir þegar hún kynnti niður- stöður sem byggðust á tilnefningum félagsmanna ÍMARK. Síminn hefur, að því er fram kom við afhend- ingu markaðsverðlaun- anna, verið að ná góðum árangri í markaðsmálum. Viðskiptin hafa aukist, ímyndin hefur styrkst, auglýsingar vekja æ meiri eftirtekt og sömuleiðis hefur fyrirtækið verið að skila góðum árangri. „Það hefur ekki verið lognmolla í kringum Símann.“ Í umsögn um hin fyrir- tækin sem tilnefnd voru sagði að Stöð 2 hefði náð góðum árangri með því að stokka spil sín og skerpa áherslur. Meiri peningum hefði verið varið í mark- aðsstarf og áhersla lögð á lykilþætti svo sem Stjörnu- leit. Um CCP sagði að fyrirtækið hefði náð góðum árangri í framleiðslu og sölu tölvuleiks sem byggist á fjöldaþátttöku. Sala hefði gengið hægt fyrsta kastið en með efldu markaðsstarfi hefði hún stóraukist. Væri nú stefnt á 63% fjölgun áskrifenda og aukinni veltu frá sl. ári. Því væri árangur CCP gott dæmi um bjartsýni og dugnað sem gjarnan fleytti Íslendingum langt. Markaðsfyrirtæki ársins Alhliða lausnir fyrir geymslurými af öllum stærðum Rými ehf. • Háteigsvegi 7 • 105 Reykjavík • Sími: 511 1100 �������������� ��������������������� SÍMINN: ÍMARKfólk og forseti Íslands með fulltrúum Símans, CCP og Stöðvar 2, en þau voru tilefnd sem markaðsfyrir- tæki ársins. Síminn í sókn. Orri Hauksson tekur við viðurkenn- ingunni sem Síminn fékk sem markaðsfyrirtæki árs- ins. Orri stýrir þróunarsviði fyrirtækisins.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.