Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Page 28

Frjáls verslun - 01.09.2005, Page 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 Frjáls verslun fékk sérstaka fjölmiðla-viðurkenningu Jafnréttisráðs við hátíð-lega athöfn á Hótel Sögu fimmtudaginn 27. október sl. Háskóli Íslands hlaut hins vegar aðalverðlaunin, þ.e. Jafnréttisviður- kenningu Jafnréttisráðs fyrir árið 2005. Að sögn Fannýjar Gunnarsdóttur, formanns Jafnréttisráðs, vó þar þyngst að kona var á árinu í fyrsta skipti kjörin rektor skólans, þegar Kristín Ingólfsdóttir, prófessor í lyfja- fræði, varð rektor sl. vor. Frjáls verslun óskar Kristínu og starfsmönnum háskólans til hamingju. Fjölmiðlaviðurkenningin er mikill heiður fyrir Frjálsa verslun og þökkum við öll, sem stöndum að blaðinu, fyrir okkur. Fjölmiðlaviðurkenningin er ekki veitt á hverju ári heldur eingöngu þegar tilefni þykir til. Þau voru síðast veitt árið 2002. Það er ánægjulegt hvað viðurkenningin hefur vakið mikla athygli og hafa fjölmargir velunnarar blaðsins samglaðst okkur og fært okkur árn- aðaróskir. Frjáls verslun var í upphafi sumars, sem og í fyrra, með sérstakt blað helgað konum í stjórnunarstörfum. Þar var ítar- leg úttekt á þeim konum sem sitja í stjórnum 150 stærstu fyrirtækja á Íslandi, auk þess sem blaðið valdi 70 áhrifamestu konurnar í atvinnulífinu. Þá birti blaðið lista yfir allar þær konur sem gegna starfi forstjóra í 300 stærstu fyrirtækjum landsins, auk fjölmargra annarra greina um konur, áhrif þeirra, tæki- færi og störf í viðskiptalífinu. Frjáls verslun fékk fjölmiðla- viðurkenningu Jafnréttisráðs við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu. Aðalverðlaun Jafn- réttisráðs féllu hins vegar í skaut Háskóla Íslands, en kona var á árinu í fyrsta skipti kjörin rektor skólans. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, með viðurkenningar Jafnréttisráðs. TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON FRJÁLS VERSLUN FÆR VIÐURKENNINGU JAFNRÉTTISRÁÐS

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.