Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 31
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 31 D A G B Ó K I N Það hefur fjárfest í þremur fyrirtækjum í Bretlandi að und- anförnu og nemur samanlögð velta þessara fyrirtækja um 1,2 milljörðum króna. Það sem meira er um vert; Bílanaust stefnir á að kaupa fleiri bresk fyrirtæki á næstunni. Félögin verða sam- einuð undir einni yfirstjórn með höfuðstöðvar í Northampton. Starfsmenn í Bretlandi eru um 75 talsins. 11. október Svafa aðstoðarforstjóri Svafa Grönfeldt er einn allra virkasti einstaklingurinn í íslensku viðskiptalífi og löngu kunn fyrir dugnað sinn. Það var því mikill heiður fyrir hana þegar hún tók við nýju starfi sem aðstoðarforstjóri Actavis Group í mánuðinum. Svafa hóf störf hjá Actavis árið 2004 sem framkvæmdastjóri stjórnunar- sviðs, en því er ætlað að tvinna saman stefnu og innra skipulagi samstæðunnar ásamt því að stýra verkefnum sem lúta að auk- inni skilvirkni í rekstri. Svafa er staðgengill Róberts Wessmans forstjóra og talsmaður hans. Sjá ennfremur forsíðuviðtal Frjálsrar verslunar. 12. október 365 halda áfram að vaxa Ekkert lát er á vexti 365 miðla. Fyrirtækið hefur stóreflt tímarita- útgáfu sína á árinu en í október var sagt frá kaupum Sagafilm hf., sem er í eigu 365, á öllum hlutabréfum í framleiðslufyrir- tækinu Storm. Kaupverðið er trúnaðarmál. Greitt var fyrir hluta- bréfin í Storm með hlutabréfum í Sagafilm. Stefnt er að samein- ingu fyrirtækjanna undir nafni Sagafilm. Með samrunanum verður til stærsta og öflugasta framleiðslu- fyrirtæki landsins á sviði auglýs- inga og sjónvarpsefnis - þjónustu við erlend framleiðslufyrirtæki. Þá hyggur fyrirtækið á aukin umsvif á erlendum markaði og í þeim tilgangi verða opnuð útibú erlendis innan fárra mánaða. 11. október TM Softwares stækkar við sig í Hollandi TM Software hefur keypt hol- lenska hugbúnaðarfyrirtækið Falcon Automatisering BV, sem sérhæfir sig í framleiðslu og sölu hugbúnaðar fyrir heilbrigðisgeir- ann. Kaupin eru liður í stefnu TM Software að styrkja stöðu sína í Evrópu með áherslu á Bene- lúxlöndin. Axel Ómarsson, fram- kvæmdastjóri TM Software í Evrópu, segir að viðskiptavinir Falcon Automat- isering séu um 64 talsins og kerfi þess sé í notkun hjá um 50% hollenskra sjúkrahúsa. 11. október Árni Oddur formaður Marels Árni Oddur Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Eyris, hefur tekið við stjórnarformennsku hjá Marel af Friðriki Jóhannssyni. Gerðist þetta í kjölfar breytinga á eignar- haldi Marels. Eignarhlutur Burðaráss hf., sem hefur verið leiðandi hluthafi, hefur flust yfir til Landsbanka Íslands hf. Á sama tíma hefur Eyrir fjárfestingafélag ehf. aukið sinn hlut verulega og á nú tæp- lega 30% í félaginu. Árni Oddur er eigandi Eyris ásamt föður sínum, Þórði Magnússyni. 12. október FL Group og Kaup- þing: saman í flug- vélakaupum Það vakti verulega athygli þegar sagt var frá því að FL Group og dótturfélag Kaupþings banka hefðu undirritað samning við Singapore Airlines Cargo um kaup á Boeing 747-400 fraktflug- vél félagsins fyrir um 5 milljarða króna. Um leið og flugvélin var keypt var hún aftur leigð til Singapore Airlines Cargo til tíu ára. Ekki var það fjárhæðin sem menn ráku augun í heldur að Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft og Steve Jobs, forstjóri Apple Computer eru áhrifamestu auð- kýfingar heims. 12. október ÁHRIFAMESTU AUÐKÝFINGAR HEIMS Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft, og Steve Jobs, forstjóri Apple Computer urðu í tveimur efstu sætunum á lista blaðsins Financial Times yfir áhrifamestu auðkýfinga heims. Blaðið styðst ekki við eignir eða þau völd sem fylgja fjármagni auðkýfinganna heldur ekkert síður við viljann til að hafa áhrif og hvernig þeir beita sér í því skyni. Steve Jobs var sá sem lenti í öðru sætinu en iPod frá Apple hefur farið sigurför um heiminn að undanförnu. Pierre Omidyar, stofnandi netuppboðsfélagsins eBay, varð í þriðja sæti og stofnendur Google, Sergey Brin og Larry Page urðu saman í fjórða sæti. Tíu áhrifamestu auðmennirnir eru þessir: 1. Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft. 2. Steve Jobs, forstjóri Apple Computer. 3. Pierre Omidyar, stofnandi Ebay. 4. Sergey Brin og Larry Page, stofnendur Google. 5. Rupert Murdoch, eigandi News Corp. 6. Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York. 7. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og eigandi Fininvest. 8. George Soros, kaupsýslumaður. 9. Carlos Slim Helu, fjarskipti. 10. Azim Premji, forstjóri tæknifyrirtækisins Wipro. Friðrik Jóhannsson, stjórnarform. TM Software.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.