Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Qupperneq 32

Frjáls verslun - 01.09.2005, Qupperneq 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 D A G B Ó K I N bankinn kæmi beint að flugvéla- kaupum með FL Group en áður hafði hann komið að fjármögnun flugvélaviðskipta FL Group. FL Group og Kaupþing banki stofn- uðu sérstakt eignarhaldsfélag um kaupin á flugvélinni og á bankinn meirihlutann í félaginu, eða 51%. Reiknað er með að fleiri fjárfestar komi að félaginu. Fyrir á FL Group dótturfélagið Icelease sem sérhæfir sig í flug- vélaviðskiptum. 13. október Svava kaupir NTC Svava Johansen hefur keypt öll hlutabréf í NTC-verslanakeðjunni af Ásgeiri Bolla Kristinssyni, fyrrverandi eiginmanni sínum. Svava segir fyrirtækið verða rekið í sömu mynd og áður, en segir að hún sé með ýmsar nýjungar á prjónunum varðandi stækkun þess. Sjá nánar annars staðar í þessu tölublaði Frjálsrar versl- unar. 14. október Gísli, nýr formaður sparisjóðanna Gísli Kjartans- son, sparisjóðs- stjóri í Sparisjóði Mýrasýslu, hefur verið kjörinn for- maður stjórnar Sambands íslenskra spari- sjóða. Jón Kr. Sólnes á Akur- eyri var áður formaður sambandsins. Aðrir stjórnarmenn eru Angantýr Jónas- son, Magnús Pálsson, Páll Sig- urðsson, Ragnar Z. Guðjónsson, Karl H. Erlingsson, Geirmundur Kristinsson, Ólafur Haraldsson og Ólafur Elísson. 14. október Nýr forstjóri hjá Eykt Pétur Guðmundsson, aðaleigandi byggingarfyrirtækisins Eyktar og forstjóri þess frá stofnun, árið 1986, hefur ákveðið að láta af starfi forstjóra. Hann er stjórn- arformaður fyrirtækisins. Við forstjórastarfinu hefur Gunnar Valur Gíslason tekið. Gunnar Valur, sem er verkfræðingur að mennt með Diplom-gráðu frá Þýskalandi, lét nýverið af starfi sem bæjarstjóri á Álftanesi eftir 13 ára starf. Eykt er á meðal stærstu verktakafyrirtækja lands- ins. 14. október Nýir eigendur Icelandic Group vildu ekki Þórólf Um leið og tilkynnt var að TM, Sund og Eimskip, ásamt tengdum félögum, hefðu keypt 45% eignarhlut í Icelandic Group, áður SH, fyrir um 12 milljarða, af Straumi-Burðarási og Landsbank- anum var sagt frá því að Þórólfur Árnason, forstjóri Icelandic Group til aðeins fimm mánaða, myndi láta af störfum. Þórólfur tók við starfinu í vor af Gunnari Svavars- syni sem hafði verið forstjóri SH um árabil. Icelandic Group varð til sl. vor við sameiningu SH og Sjóvíkur. Miklar vangaveltur urðu um tíma hver tæki við af Þórólfi og var nafn Ellerts Vigfússonar, forstjóra Icelandic USA/Asia, oftast nefnt. En síðar kom á daginn að Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, nýkjörinn stjórn- arformaður félagsins, yrði jafn- framt forstjóri þess. Fyrir þessi viðskipti var Straumur-Burðarás fjárfestingabanki stærsti hlut- hafinn í Icelandic Group með 33,3% hlut en Landsbankinn var næststærstur með 20% hlut. Skiptingin á milli félaganna í sölunni var sú að Straumur-Burða- rás seldi tæpan 31% hlut og Landsbankinn rúm 14%. Bæði Straumur-Burðarás fjárfestinga- banki og Landsbankinn gáfu út yfirlýsingu eftir viðskiptin um að umbreytingarhlutverki þeirra í Icelandic Group væri lokið og þar af leiðandi hefðu þeir selt megnið af hlutabréfum sínum í félaginu. 15. október Hilmar nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Hilmar B. Baldursson, yfirflug- stjóri Icelandair, hefur verið ráð- inn flugrekstrarstjóri félagsins. Hilmar tekur við starfinu af Jens Bjarnasyni sem nýlega var ráðinn framkvæmdastjóri ITS, Icelandair Technical Services. Hilmar á athyglisverðan feril að baki, hann útskrifaðist sem viðskiptafræð- ingur frá Háskóla Íslands 1977 en hafði með námi sínu þar stundað flugnám og varð atvinnu- flugmaður 1976. Hann hóf störf sem flugmaður hjá Flugleiðum 1978. Hann sat í Flugráði frá 1980 til 2003 og sem formaður 1994 til 2003. Gísli Kjartansson, sparisjóðs- stjóri SPM. Þórólfur Árnason. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.