Frjáls verslun - 01.09.2005, Page 34
Ragnhildur Geirsdóttir. Stefnan
átti ekki að koma henni á óvart.
Hannes Smárason: Kaupin á
Sterling ekki löngu ákveðin.
20. október
HANNES FORSTJÓRI
- RAGNHILDUR ÚT
Það er langt síðan að frétt í
viðskiptalífinu hefur komið jafn-
flatt upp á alla og fréttin um að
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri
FL Group, væri að hætta sem
forstjóri félagsins eftir aðeins
sjö mánuði í starfi. Um leið var
tilkynnt að Hannes Smárason,
stjórnarformaður félagsins, tæki
við starfi forstjóra. Allir hugsuðu
sem svo: „Ja, eitthvað mikið
hefur gengið á þarna.“
Jafnframt var sagt frá því
að grundvallarbreytingar hefðu
verið gerðar á skipulagi félagsins
þannig að það væri skilgreint
fyrst og fremst sem fjárfestingafé-
lag en ekki eignarhaldsfélag eða
flugfélag. Fjárfestingar verða aðal-
verkefni FL Group héðan í frá og
skilið eins mikið á milli rekstrarfé-
laga og fjárfestingarstarfseminnar
og unnt er. Þá var greint frá því
að Skarphéðinn Berg Steinarsson
yrði formaður stjórnar félagsins
og Þorsteinn M. Jónsson varafor-
maður.
20. október
Skýring
Ragnhildar
Ragnhildur Geirsdóttir segir í
tilkynningu, sem send var út sam-
hliða fréttum um breytt skipulag
hjá FL Group og að orðið hafi
að samkomulagi að hún léti af
störfum sem forstjóri félagsins
„í ljósi áherslubreytinga“ eftir
aðeins sjö mánuði í starfi. Að
öðru leyti hefur hún ekki útskýrt
brotthvarf sitt frá félaginu, eða
hvað hafi gengið á, en þeim mun
meira hefur verið skrafað um það
á meðal almennings. Ragnhildur
segir í áðurnefndri tilkynningu:
„Í ljósi áherslubreytinga hjá félag-
inu er það samkomulag á milli
mín og stjórnar félagsins að leiðir
skilja á þessum tímapunkti. Und-
anfarin ár hafa verið mjög áhuga-
verður umbrotatími hjá félaginu
og reksturinn og afkoman með
allra besta móti. Ég þakka öllu
því góða starfsfólki sem starfar
hjá félaginu fyrir ánægjulegt sam-
starf og óska því og félaginu alls
hins besta,“ segir Ragnhildur
Geirsdóttir í tilkynningunni.
23. október
FL Group
kaupir Sterling
Tilkynnt var þennan sunnudag
að FL Group hefði gengið frá
kaupum á danska flugfélaginu
Sterling, eftir nokkurra vikna
samningaviðræður þar um. Kaup-
verðið er 1.500 milljónir danskra
króna, eða um 14,6 milljarðar
íslenskra króna. Um fátt hefur
verið meira skrafað en þetta
kaupverð, sem flestum finnst
vera ótrúlega hátt í ljósi þess að
Pálmi Haraldsson, annar eigenda
Fons, sem átti Sterling, sagðist
hafa keypt Sterling á 4 milljarða
kr. sl. vor. Að vísu hefur Sterling
yfirtekið Mærsk Air í millitíðinni
og orðið verðmætara.
Hluti kaupverðs FL Group á
Sterling er afkomutengdur og
náist ekki ákveðinn árangur
getur kaupverðið lækkað um allt
að 500 milljónir danskra króna,
um 4,9 milljarða íslenskra króna.
Að sama skapi getur kaupverð
hækkað ef betri árangur næst.
11 milljarðar eru greiddir í pen-
ingum en afgangurinn í nýju
hlutafé í FL Group.
Sterling verður áfram rekið
sem sjálfstætt rekstrarfélag. FL
Group mun taka við rekstri félags-
ins 1. janúar 2006.
23. október
Hlutafjárútboð
FL Group:
44 milljarðar
Fyrirhugað hlutafjárútboð FL
Group nemur 44 milljörðum að
markaðsvirði og er áætlað að
eigið fé félagsins verði 65 millj-
arðar eftir útboðið og að mark-
aðsverðmæti félagsins í Kauphöll
Íslands verði um 80 milljarðar
kr. Útboðsgengið verður 13,6
og verður hlutaféð aukið að nafn-
virði um 3,3 milljarða. Það er
meira en tvöföldun á nafnverði
hlutafjárins sem núna er rúmir
2,5 milljarðar. Eigið féð FL Group
1. júlí sl. var um 16 milljarðar.
Núverandi hluthafar í FL Group
hafa þegar skuldbundið sig fyrir
39 milljörðum af 44 milljörðum
í útboðinu. Heildarvelta rekstr-
arfélaga FL Group verður 100
milljarðar eftir kaupin á Sterling.
Fyrstu 9 mánuði ársins var hagn-
aðurinn yfir 8 milljarðar króna,
sem er besti árangur félagsins
frá upphafi.
D A G B Ó K I N
34 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5
KAUPIN Á STERLING