Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 35
23. október
Hannes í
Kastljósinu
Hannes Smárason, forstjóri
FL Group, var í eftirminnilegu
Kastljósi sunnudagskvöldið 23.
október eftir að hafa haldið fyrr
um daginn blaðamannafund um
kaup FL Group á Sterling fyrir
15 milljarða króna. Það voru þau
Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Sig-
mar Guðmundsson sem ræddu
við Hannes og spurðu hann
hvort kaup FL Group á Sterling
hefðu verið löngu ákveðin og
það jafnvel áður en Fons keypti
Sterling - og hvort allt ferlið
hefði verið ákveðið.
Ennfremur var hann spurður
að því hvort hann hefði átt per-
sónulegra hagsmuna að gæta
með einum eða öðrum hætti
þegar Fons keypti Sterling og
hvort FL Group eða hann persónu-
lega hefðu lagt fé í Fons þegar
það keypti Sterling. Hannes
neitaði öllu slíku og svaraði hvað
eftir annað: „Nei, alls ekki.“
Höfðu sumir á orði að þetta hefði
verið setning kvöldsins.
Þá var hann spurður hvort
hann hefði án heimildar millifært
3 milljarða króna á „reikning
úti í bæ“ fyrr á árinu og að það
hefði verið ástæðan fyrir því að
stjórnarmenn hefðu sagt sig úr
félaginu í júní. Hann svaraði því
neitandi og sagði þessar sögur
þvælu og að þau yrðu að kanna
heimildirnar betur.
Áður hafði verið sagt í fréttum
Blaðsins að þessi reikningur „úti
í bæ“ hefði verið reikningur hjá
Kaupþingi í Lúxemborg og að um
endurgreiðslu þaðan hefði verið
að ræða eftir að stjórnin blandaði
sér í málið.
25. október
Hvað var Pálmi
búinn að leggja
mikið í Sterling?
Miklar umræður hafa orðið um
það í viðskiptaheiminum hvað
Fons, sem Pálmi Haraldsson er
annar tveggja eigenda að, hafi
verið búið að setja mikið fé í
Sterling áður en það var selt FL
Group fyrir 15 milljarða - sala
sem er með miklum og flóknum
skilyrðum í bak og fyrir.
Allt hefur þetta snúist um
það að Hannes Smárason sagði í
Kastljósi að hann vissi að Pálmi
hefði lagt miklu meiri fjárhæð í
Sterling en þá 4 milljarða sem
hann hefði sagst hafa keypt
félagið á sl. vor.
Pálmi spurður um þetta. Hann
hélt sig við fyrri yfirlýsingu um
4 milljarðana en að hann hefði
orðið að greiða fyrir Maersk Air
en gæti ekki upplýst það.
Næst sagði Hannes að þeir
Pálmi væru að ræða um sama
hlutinn. Þeir ættu við „allan pakk-
ann“ sem búið væri að setja í
Sterling.
Þá kom Berlingske Tidende
og sagði að Sterling hefði nýlega
fengið 3 milljarða króna fyrir að
yfirtaka flugfélagið Maersk Air
og hafi stærsta fyrirtæki Dan-
merkur, A.P. Möller - Mærsk,
orðið að greiða þessa fjárhæð
með Maersk Air svo það væri
rekstrarhæft.
Pálmi áréttaði þá við Morg-
unblaðið að hann hefði orðið að
greiða fyrir Maersk Air og sagði
þetta: „Við keyptum Maersk Air
með sérstöku samkomulagi við
A.P. Møller í Danmörku, félag
sem rekur helmingi fleiri þotur
en Sterling, og floti Sterling fór
úr tíu þotum í 30 við sameiningu
þeirra.
Við keyptum Maersk Air á
ákveðnu kaupverði. Það var að
ósk A.P. Møller gert sérstakt
samkomulag um að greina ekki
frá kaupverðinu. Það samkomu-
lag verðum við að virða. En ég
skal þó segja það með sérstöku
leyfi frá þeim að við greiddum
fyrir Maersk Air. Hvað það var
mikið kemur hins vegar engum
við öðrum en kaupanda og selj-
anda enda var það ósk hans að
ekki yrði greint frá því,“ sagði
Pálmi.
26. október
Hannes: Stefnan
átti ekki að koma
Ragnhildi á óvart
Danska blaðið Jyllands-Posten
tók viðtal við Hannes Smárason,
forstjóra FL Group, og sagði
hann markmiðið að Sterling yrði
næststærsta lággjaldaflugfélag
í Evrópu. Hannes er spurður
um brotthvarf Ragnhildar Geirs-
dóttur, fyrrverandi forstjóra, og
þar segir hann að „fyrirtækið
hafi þróast í aðrar áttir en upp-
haflega var áætlað“ og að þau
Ragnhildur hafi ekki verið sam-
mála um stefnuna, sem þó hefði
ekki átt að koma henni á óvart;
„hann hefði lagt línurnar fyrir 18
mánuðum“.
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 35
KAUPIN Á STERLING
„Tekist í hendur; tákn um samheldni.“ Þannig hljóðaði texti Frjálsrar verslunar með þessari mynd sem tekin var
16. febrúar sl. þar sem Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, og Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, voru
kynnt til sögunnar. En skjótt skipast veður í lofti. FV-mynd: Geir Ólafsson.
Pálmi Haraldsson. Hvað var
Fons búið að leggja mikið í
Sterling og Maersk Air?