Frjáls verslun - 01.09.2005, Síða 38
Rémy Martin V.S.O.P. Rémy Martin notar
eingöngu ber frá Grande Champagne og
Petite Champagne í Cognac-héraðinu í
Frakklandi, en sérfræðingar telja þau svæði
henta best til koníaksgerðar. Koníak sem ein-
göngu er búið til úr berjablöndu af þessum
tveimur svæðum fær sérstakan gæðastimpil,
Fine Champagne Cognac. Takið vel eftir
gæðastimplinum á flöskunni ykkar. Ef ekki
stendur Fine Champagne Cognac á flöskunni
þá er þetta ekki Fine Champagne Cognac.
Rémy Martin V.S.O.P. er geymt á fínustu
limousin-eikartunnum, líkt og allt koníak
frá Rémy. Það angar af blómum; rósum og
fjólum, og ber keim af vanillu, valhnetum,
ávöxtum; apríkósum og perum. Það á best
heima eftir góða mátíð en Rémy Martin
V.S.O.P. má einnig blanda á ís
með vatni, tonik eða engiferöli.
Auk þess er það áhugavert hrá-
efni í marga góða kokteila.
Rémy Martin XO er blanda af Grande
Campagne (4/5) og Petit Champagne (1/5)
sem fengið hefur að þroskast á limousin-eik-
artunnum í allt að 35 ár. Þetta gerir Rémy
Martin XO að einstöku koníaki fyrir þá sem
vilja aðeins það besta.
Rémy Martin XO hefur sérstaklega mjúkt
og langt eftirbragð. Það er rauðleitt í glasi
og ilmar af jasmín, valhnetum, súkkulaði,
saffron og þurrkuðum ávöxtum. Rémy
Martin XO fullkomnar kvöldið eftir frábæra
máltíð. Einnig er vert að prófa Rémy Martin
XO með sætum eftirréttum sem bera keim af
súkkulaði eða appelsínum.
Rémy Martin Louis XIII Í Rémy Martin
Louis XIII er einungis notað „Eaux de
Vie“ (tvíeimað vín), einvörðungu unnið úr
þrúgum af Grande Champagne svæðinu.
Gæði þessa einstaka koníaks eru einfaldlega
óviðjafnanleg, enda hefur Rémy Martin Louis
XIII hlotið sérstaka meðferð. Það er látið
þroskast í meira en aldargömlum Tiercons-
eikartunnum en einvörðungu Rémy Martin
Louis XIII er geymt í slíkum tunnum.
Tiercons-tunnurnar eru ómetanlegar og
mjög sjaldgæfar. Þær eru geymdar í sér-
stökum kjöllurum á landareign Rémy Martin
fjölskyldunnar sjálfrar. Enginn nema kjallara-
meistarinn veit hvað geymt er í hverri tunnu
og einungis honum er treyst fyrir Louis XIII
blöndunni.
Rémy Martin Louis XIII er unnið úr 40 til
100 ára gömlu Grand Champagne Eaux de
vie. Eftirbragðið af Louis XIII getur varað í
munni í meira en klukkustund. Fullkomin
samsetning þrúgna, eimunar og varðveislu
gerir smökkun þessa eðalkoníaks að óvið-
jafnanlegri reynslu sem ekki verður lýst með
orðum.
RÉMY MARTIN KONÍAK:
Eftir góða
máltíð í góðum
félagsskap
Rémy Martin byggir
á þriggja alda fram-
leiðsluhefð úrvals
koníaks sem ávallt
og eingöngu er
framleitt í Cognac,
Charente, hjarta
koníakssvæðisins
í Frakklandi
Ingigerður Laugdal, víngæðingur hjá Karli K. Karlssyni.
Rémy Martin Louis
XIII flaskan er gerð
úr Baccarat-kristal.
Hún er handgerð
og hver flaska
hefur sitt númer.
38 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5