Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Síða 51

Frjáls verslun - 01.09.2005, Síða 51
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 51 okkar samningum er í erlendum myntum, oft dollurum sem kemur sér mjög illa. En á móti kemur að skuldir okkar eru einnig í erlendum myntum og lækka á móti þannig að ekki má segja að framundan sé bara svart- nætti. Ætli það endi ekki með því að við þurfum að taka upp evruna, a.m.k. í þessum viðskiptum.“ Mikið fundað um allan bæ Grand Hótel hefur mikið verið nýtt fyrir ráðstefnur og fundi af ýmsu tagi og segir Ólafur að enn sé mikið að gera á þeim vettvangi þrátt fyrir að komið hafi öflugur samkeppnisaðili þegar Hótel Nordica opnaði eftir miklar endur- bætur og eflingu á ráðstefnuaðstöðu sinni. „Við höfum ekki fundi mikið fyrir því hjá okkur enda er verið að funda endalaust um allan bæ um allt milli himins og jarðar.“ Aðspurður hvort hann sé ekki hræddur við offramboð á framboði á hótelgistingu svarar hann því að hann sé alltaf smeykur. „Það hefur sína kosti að hafa hæfilegar áhyggjur, það heldur manni á tánum. Ann- ars hef ég orðið varkárari með aldrinum. En ég er með starfandi hótel í dag, það er allt annað en að opna nýtt hótel.“ Hann segir einnig að útlitið sé nokkuð bjart fyrir Íslendinga í hótelrekstri. „Hér hefur verið sífelldur vöxtur undanfarin ár og aukningin meiri en annars staðar. Sem dæmi má nefna að um 3% aukning er í greininni að meðaltali í heiminum, en almennt er talað um 7% árlega aukningu hér á landi á næstu árum. Við búumst við um milljón gestum hingað eftir 10 ár. Svo vona ég að nýja tón- listar- og ráðstefnuhúsið eigi eftir að ganga vel og verði til að auka enn á komur erlendra ferðamanna til landsins sem veitinga- og hót- elgeirinn nýtur góðs af. Þó má ekki gleyma því að greinin sem slík er viðkvæm og margt sem getur sett strik í reikninginn,“ segir Ólafur, og nefnir hryðjuverk og hátt gengi krónunnar sem dæmi. Þrátt fyrir miklar sveiflur og óvissu á þessum markaði telur Ólafur sig vera ríkan mann. „Ég á fimm börn og fimm barnabörn, það eru aðalverðmætin í mínu lífi.“ Ólafur Torfason hótel- stjóri. Lét sig dreyma um að opna gistiheimili í gömlum farsóttarspít- ala en verður brátt með um 500 hótelherbergi á sínum snærum. Mynd: Geir Ólafsson Hér má glöggt sjá hvernig nýja byggingin tengist þeirri eldri. Húsið var teiknað hjá Arkform arkitektum og byggingaraðili er Íslenskir aðalverktakar. Mynd: Arkform
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.