Frjáls verslun - 01.09.2005, Page 64
S
pænsk hönnun og -framleiðsla hafa blómstrað síðustu
ár, sem á ekki síst við um húsgögn og húsbúnað. Það
er virkilega ánægjulegt að kynna og bjóða Íslendingum
spænska vöru, því hönnunin er frábær og handverkið
er vandað. Ég fullyrði að spænsk vara stendur þeirri
sem kemur frá Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi og Skandinavíu fylli-
lega á sporði,“ segir Ingi Þór Jakobsson framkvæmdastjóri Exó.
Leiðandi í nútímahönnun Í verslun Exó við Fákafen í Reykjavík er
fjölbreytt úrval af vörum sem koma að miklu leyti frá Spáni. Fjórtán
ár eru síðan Ingi Þór og Hanna Birna eiginkona hans settu Exó á
laggirnar og frá fyrsta degi hafa spánskar vörur verið í aðalhlutverki.
Umsvifin hafa aukist á þessum árum, sem sýnir vel hve Íslendingar
eru opnir fyrir nýjum straumum og stefnum í húsgagnahönnun.
„Í byrjun voru Íslendingar svolítið hikandi við að kaupa spænsk
húsgögn, eins og margt annað frá Spáni. En um leið og fólk hafði
kynnst gæðunum hurfu þessar efasemdir og við ákváðum að fara í
útrás fyrir fjórum árum og opnuðum aðra Exó verslun í Osló og þar
leggjum við einnig aðaláherslu á spánska hönnun,“ segir Ingi Þór.
„Þegar ég var að læra innanhúsarkitektúr í Danmörku á árunum
1979 til 1982 komst ég ekki hjá því að taka eftir þeim nýju
straumum í hönnun sem komu frá Spáni. Það var þó kannski fyrst
á Olympíuleikunum í Barcelona sem heimurinn tók eftir stórkost-
legum arkitektúr og hönnun Spánverja. Ítalir voru lengi allsráðandi
á heimsvísu í svonefndri nútímahönnun - modern design - en nú
hafa Spánverjar náð sama sess,“ segir Ingi Þór.
Vöruhús og skrifstofa á Spáni Vegna umsvifa í viðskiptum við
Spán starfrækir Exo vöruhús í Valencia og sömuleiðis var komið
upp skrifstofu þar. „Stafsmaður þar sér um öll okkar mál þar og alla
umsýslu varðandi spánska birgja, allt frá fyrsta samtali við nýjan
birgi og alla leið í að raða í gáma til okkar. Þetta var okkur mikið
happaskref,“ segir Ingi Þór. „Þarna talar Spánverji við Spánverja án
milliliðar og allt gengur vel smurt. Afgreiðsla tekur að jafnaði um
átta vikur, frá pöntun til afhendingardags hvort heldur sem varan
fer til Íslands eða Osló.“
„Spænsk hönnun og framleiðsla hafa
blómstrað síðustu ár, sem á ekki síst
við um húsgögn og húsbúnað,“ segir
Ingi Þór Jakobsson hjá Exó.
e x ó
Húsgögnin lækka og lengjast
Lækkar og lengist Hjá Exó er í boði fjölbreytt úrval húsgagna og
húsbúnaðar og segir Ingi Þór að síðustu ár hafi öll framleiðsla og
hönnun frá Spáni þróast ótrúlega mikið. Þar ber hæst vörumerkin
Grassoler, Sancal, Vicarbe, Ebanis og Dona Living. Öll þessi fyrir-
tæki séu leiðandi í spánskri hönnun og eru á heimsmælikvarða.
„Það nýjasta í spánskri hönnun er að húsgögnin eru að lækka og
lengjast. Sófabök, borðstofustólar, sófaborð og skápar hafa lækkað
talsvert. Einnig hafa sófarnir lengst og eru nú allt upp í fimm metra
langir. Áhrifin eru að fólk skynjar allt rými stærra en ella. Háglans
sprautulakkaðar veggeiningar og skápar eru með því nýjasta frá
Spáni núna. Orange liturinn er að koma sterkur inn og hann er ein-
staklega fallegur með tískulitunum á sófunum í dag - sem eru hvítir
og svartir lágir og langir leðursófar. Í þessari nútímahönnun hafa
Spánverjar verið framarlega í flokki og vakið athygli umheimsins
fyrir“.
Heimsmet í sætafjölda „Oft hefur vakið athygli Spánverja hvernig
megi vera að meðal 300 þúsund manna þjóðar sé keyptur jafn mikill
fjöldi sófa, sæta og stóla og raun ber vitni. Ætli hluti af ástæðunni sé
ekki sá að Íslendingar verja mun meiri tíma inni við en Spánverjar
sökum myrkurs stóran hluta árs. Algengt er að á hverju íslensku
heimili séu um það bil þrjátíu sæti en á Spáni um það bil tíu. Ég
held að það sé engum vafa undirorpið að Íslendingar eigi heimsmet
í sætafjölda eins og svo mörgu öðru sé miðað við höfðatölu,“ segir
Ingi Þór að lokum.
Ingi Þór Jakobsson hjá Exó.
64 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5
KYNNING